EFNIÐ ER Í VINNSLU!
Hollvinafélag Austurbæjarskóla hlaut í sumar 140.000 kr. styrk frá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur vegna myndríkrar miðlunar á sögu borgarinnar. Styrknum hefur verið varið til kaupa á myndefni frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndirnar birtast á heimasíðu Hollvinafélagsins en verða einnig til sýnis í Skólamunastofunni þegar tilefni gefst til. Allar varpa þessar myndir ljósi á sögu Austurbæjarskóla. Stjórn Hollvinafélagsins kann menningar-, íþrótta- og tómstundaráði sem og Ljósmyndasafninu bestu þakkir fyrir styrkinn. Myndirnar eru eða verða felldar inn í kafla um sögu Austurbæjarskóla (sjá Saga).
Hér fyrir neðan er verið að færa inn myndirnar, sem keyptar voru fyrir styrkinn:
A
Nýi barnaskólinn í byggingu. Ljósmynd: Loftur Guðmundsson 1928.
Skólavarðan og stallurinn að styttu Leifs Eiríkssonar. Er ekki verið að hefja Leif á stall? Ljósmyndari Karl Christian Nielsen. September 1931.
Hitaveituframkvæmdir. Ljósmyndari Loftur Guðmundsson um 1942.
Bryndís Þorsteinsdóttir, Sigríður Ólöf Steingrímsdóttirog Dagný Valgeirsdóttir fyrir framan Laufásveg 67.
Ljósmyndari Valgeir Björnsson. Mynd frá tímabilinu 1940-1945.
Braggar við Leifsstyttuna. Ljósmyndari Guðbjörg María Benediktsdóttir. Um 1945-1950.
9. maí 1941 er bæjarbúum sýnd meðferð íkveikjusprengja. Til hægri er líklega sandpokavígi setuliðsins. Ljósmyndari Skafti Guðjónsson.
Grunnur Hallgrímskirkju í apríl 1956. Ljósmynd: Andrés Kolbeinsson.
Unglingar við störf á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur. Ljósmyndari Sigurhans Vignir. 14. ágúst 1954.
Salerni Austurnbæjarskóla í nóvember 1953. Ljósmyndari Sigurhans Vignir.
Stefán Jónsson. Ljósmnd: Vísir.
Vilborg Dagbjartsdóttir. Ljósmynd: Ari Kárason.
14. ágúst 1954. Unglingar að störfum á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur. Ljósmynd: Sigurhans Vignir.
Magnús Þór Jónsson - Megas.
Nóvember 1953. Hallgrímur Jakobsson, söngkennari leikur á harmóníum. Nemendur sitja á bekkjum. Veit einhver hvar í skólanum myndin er tekin? Ljósmyndari Sigurhans Vignir.
September 1983. "Hver er að berja, bimmbi rimbi bimm bamm?" Ljósmynd: Einar Ólafsson.
September 1963. Skólaganga hefst á ný. Ljósmyndari Bragi Guðmundsson.
Sýning í tilefni 25 ára afmælis Austurbæjarskóla. Ljósmynd: Gunnar Rúnar Ólafsson.
Líklega nóvember 1953. Handavinna stúlkna. Ljósmynd: Sigurhans Vignir.
September 1963. Skóli hefst á ný. Skólabíllinn úr Blesugróf. Ljósmynd: Bragi Guðmundsson.
23. janúar 1973. Eldgos í Vestmannaeyjum. Eyjamenn fluttir í land. Ljósmynd: Bjarnleifur Bjarnleifsson.
23. janúar 1973. Eldgos í Vestmannaeyjum. Eyjamönnum ekið til Reykjavíkur úr Þorlákshöfn.
Um 400 þeirra voru fluttir í Austurbæjarskólann. Ljósmyndari: Gunnar V. Andrésson.
4. desember 1979. Kosningar til Alþingis. Kjörstað lokað. Sigurgeir Líkafrónsson dyravörður og Hjörtur Sæmundsson lögregluþjónn. Ljósmynd: Gunnar V. Andrésson.
13. júní 1971. Talning atkvæða í alþingiskosningum. Magnús Bjarnfreðsson, fréttamaður sjónvarps (hægra megin við markið) les upp nýjustu tölur úr Austurbæjarskóla. Ljósmynd: Bragi Guðmundsson.
Fleiri myndir eru væntanlegar á næstunni.
ANNAÐ MYNDEFNI
Hér að neðan eru ýmsar myndir birtar á meðan verið er að koma þeim fyrir annars staðar á heimasíðunni.
Ragnar Kristjánsson smíðakennari.
KEISARINN Í KÍNA. Látbragðsleikur með leikhljóðum futtur á bekkjarkvöldi.
Vorhátíð.
Vorhátíð 2006.
íslandsmet í hópknúsi slegið árið 2007.
Vorhátíð 2005.
Vilborg Dagbjartsdóttir á vorhátíð 2005.
Spennistöðin vígð í nóvember 2014.
Nína Magnúsdóttir, deildarstjóri nýbúadeildar ásamt nemendum.
Gömul bekkjarmynd. Jóhanna Sigurðardóttir, síðar forsætisráðherra þriðja frá vinstri í fremstu röð.
Mynd sem birtist í Fréttablaðinu árið 2020, þegar 80 ár voru liðin frá hernáminu.
Sveinn Sævar Ingólfsson.
Afmælissýning árið 2010.
Hinn eini, sanni Indriði Halldórsson.
Grímuball í tengslum við öskudaginn um 1980.
Jólaskemmtun 1951.
Danssýning unglinga.
Siguringi E. Hjörleifsson, tónskáld og listmálari kenndi lengi við skólann.
Skólaportið á stríðsárunum. Hlerar fyrir gluggum. Drengur í stuttbuxum uppi á hjólaskýlinu. Mastur fyrir loftskeytasendingar ofan á þakinu.
Breskir hermanns í portinu. Þak skólans er enn flatt. Þaksvalirnar gríðarstórar.