ÁGRIP AF SÖGU AUSTURBÆJARSKÓLANS, 2. HLUTI:   1945-1965

 

 Skólinn er með flötu þaki allt til ársins 1947.

                

Hér birtist annar hluti úttektar þar sem stiklað er á stóru yfir sögu Austurbæjarskólans. Efnið er tekið saman til skemmtunar og fróðleiks, er stöðugt í vinnslu og er engan veginn tæmandi. Þeim, sem hafa eitthvað við þetta að bæta, er velkomið að hafa sambandi við stjórn Hollvinafélagsins. Virðið höfundarrétt. Copyright © 2019 Pétur Hafþór Jónsson.

 

1945-1946. 

GÍSLI JÓNASSON SKÓLASTJÓRI

 

 

Vegna andláts Sigurðar Thorlacius 11. ágúst gegnir Gísli Jónasson starfi skólastjóra þennan vetur eftir að hafa verið yfirkennari frá 1935-1945. Hann verður síðar skólastjóri Langholtsskóla, þ.e. frá 1952.

Valgerður Briem teiknikennari og Jóhann Tryggvason söngkennari dvelja erlendis við nám en með fullum launum. Valgerður kemur síðar við sögu en Jóhann snýr ekki aftur til starfa í Austurbæjarskólanum. Hann hefur mikinn áhuga á að mennta sig frekar í tónlist, einkum hljómsveitarstjórn og leggur stund á nám í Royal Academy of Music næstu fjögur árin. En fyrirhuguð námsdvöl er einnig hugsuð fyrir dóttur hans, Þórunni Soffíu Jóhannsdóttur, síðar Ashkenazy (f. 1939) sem er undrabarn. Það geta ýmsir nemendur skólans borið vitni um enda hefur hún leikið fyrir þá á píanóið í Bíósalnum.

 

 

 

Hér birtist þriðji hluti úttektar þar sem stiklað er á stóru yfir sögu Austurbæjarskólans. Efnið er tekið saman til skemmtunar og fróðleiks, er stöðugt í vinnslu og er engan veginn tæmandi. Þeim, sem hafa eitthvað við þetta að bæta, er velkomið að hafa sambandi við stjórn Hollvinafélagsins. Virðið höfundarrétt. Copyright © 2019 Pétur Hafþór Jónsson.

 

SKÓLASTJÓRATÍÐ ÁRSÆLS SIGURÐSSONAR 1965-1967

Ársæll Sigurðsson fæddist 1901 að Ljótarstöðum í Skaftártungu. Hann var málfræðingur, las íslenzku í nútímahljóðfræði við Háskóla Íslands 1942-1944 og lauk prófi. Hann var eftirlitskennari með islenzkukennslu í Austurbæjarskólanum. Rit hans: Orðalisti til notkunar við móðurmálskennslu í barnaskólum, Ritæfingar, Algengustu orðmyndir málsins og stafsetingarkennslua, Um tíðni orða o. fl. Ársæll var í stjórn námsbóka, einnig í forystu kennarasamtaka. Hann kenndi í skólanum frá 1938, var skólastjóri frá 1965-1967. Hann lézt 1970. Kona hans var Sigurbjörg Pálsdóttir frá Skammadal í Mýrdal.

 Gunnar M. Magnúss: Austurbæjarskólinn 1930-1980, Afmælisrit bls. 27.

 

 

                                                                                                                                                                                                                           

   Árin 1979 til 1995.

Hér birtist fjórði hluti úttektar þar sem stiklað er á stóru yfir sögu Austurbæjarskólans. Efnið er tekið saman til skemmtunar og fróðleiks, er stöðugt í vinnslu og er engan veginn tæmandi. Þeim, sem hafa eitthvað við þetta að bæta, er velkomið að hafa sambandi við stjórn Hollvinafélagsins. Virðið höfundarrétt. Copyright © 2019 Pétur Hafþór Jónsson.

 

ELDHÚSSTÖRFIN JAFNT FYRIR PILTA OG STÚLKUR

 

                                            

                              

                                     Unga stúlkan og eldhússtörfin 1967.   Unga fólkið og eldhússtörfin 1980.

 

HJÁ SKÓLATANNLÆKNINUM 

 

Hjá Láru Ólafsdóttur skólatannlækni. Tannlæknastofan er fyrir framan Bíósalinn.

 

 

1979-1980

 

 

Austurbæjarskólinn er í ár hálfrar aldar gamall og á sínar eigin hefðir umfram aðra barna- og grunnskóla borgarinnar. Og hann á meira að segja eigin höfunda, sem hann nýtir sér vel á jólaskemmtunum á þessu 50. afmælisári skólans. Fluttu skólanemendur mikið af efni eftir fyrrverandi kennarar í Austurbæjarskólanum í gær. Enda ekki í kot vísað, þar sem eru menn á borð við Jóhannes úr Kötlum, Stefán Jónsson og fleiri. Önnur hefð hefur haldist í Austurbæjarskólanum, sú að láta alla eða nær alla nemendur koma fram sjálfa á skólaskemmtunum og vera þátttakendur engu síður sen áhorfendur. Þess vegna eru hóparnir smærri í einu, en hver skemmtun tekur við annarri. … Það var sérlega gaman að koma á skemmtunina í gærmorgun í gamla samkomusalnum, sem hefur þann kost að brött hækkandi sætaröð veitir smáum sem stórum gott útsýni yfir sviðið. Áður var þar oft þröngt á þingi, meðan í skólanum voru 17-18 hundruð börn. En nú er hægt að bjóða foreldrum litlu leikaranna og voru ófáir mættir ásamt kennurum. Enda hafa foreldrar sjálfsagt orðið að undanförnu að lifa með þessum mikla undirbúningi fyrir skemmtunina, þegar leikarar gátu ekki sofið fyrir taugaóstyrk. 

   ...                                                                                                                                                                            

Þá léku börnin með miklum tilþrifum kvæðið um Jólasveinana eftir Jóhannes úr Kötlum … því næst kvæðið um skrópasýkina eftir Stefán Jónsson, sem kenndi í skólanum árum saman í stofu 17 á efri hæðinni. Stefán var oft nefndur faðir hann Gutta og því átti vel við að börnin fluttu og léku Guttakvæðið. Endirinn á dagskrá barnanna var söngleikurinn Litla Ljót eftir Hauk Ágústsson … var sýnd stutt gamanmynd með Chaplin, áður en krakkarnir fluttu sig yfir í leikfimisalinn, þar sem biðu hljóðfæraleikararnir Pétur H. Jónsson við píanóið og Eyjólfur Bjarni Alfreðsson með fiðlu og léku fjörlega undir sönginn meðan gengið var kringum jólatréð.

Elín Pálmadóttir: Jólaskemmtun í skóla með hálfrar aldar hefð. Morgunblaðið 21. des. 1979 bls. 36.

 

            

 Pennastokkur læknir eftir Stefán Jónsson í flutningi nemenda Dagnýjar Valgeirsdóttur. Frá vinstri: Harpa Rut Jensen           (Litla gula hænan), ? , Stefán Eiríksson (Pennastokkur læknir),    Auður Loftsdóttir (reglustikan).                                         Til hægri: Kirstín Erna Blöndal (sögurmaður).

 

 

Bekkur Nínu Magnúsdóttur sýnir Þrettándanótt, leikrit Stefáns Jónssonar.                                                

Leikararnir Einar Aron Pálsson og Sigriður Sigurðardóttir.

 

RITHÖFUNDARKYNNING Í BÍÓSALNUM

SMELLIÐ Á FYRIRSÖGNINA HÉR FYRIR OFAN EF ÞIÐ VILJIÐ LESA KAFLANN!

 

Hér birtist fimmti hluti úttektar þar sem stiklað er á stóru yfir sögu Austurbæjarskólans. Efnið er tekið saman til skemmtunar og fróðleiks, er stöðugt í vinnslu og er engan veginn tæmandi. Þeim, sem hafa eitthvað við þetta að bæta, er velkomið að hafa sambandi við stjórn Hollvinafélagsins. Virðið höfundarrétt. Copyright © 2019 Pétur Hafþór Jónsson.

 

 

Guðmundur Sighvatsson og Héðinn Pétursson stýra skólanum frá 1995 til 2015. 

 

1994-1995

Tölvuvæðingin hefur verið í fullum gangi í vetur og hafa nánast öll gögn safnsins verið tengd við tölvukerfið Dobis sem hefur fengið íslenskt nafn og heitir nú Fengur. … Því miður er skólasafnið enn á saman stað … herma nýjustu fréttir að safnið verði flutt í 3 kennslustofur eftir 1 ár eða svo. … er þetta orðið mjög brýnt og vonandi verður ekki nein töf á þessum áformum. Húsnæði skólasafnsins er orðið mjög lúið svo ekki sé meira sagt og plássleysi algjört.

Guðmund. Sighvatsson, Ingibjörg Pálsd., Inga Lára Birgisd.:  Ársskýrsla um skólasöfn skólaárið 1994-1995.

  

GAGNGERAR BREYTINGAR Á SKÓLAHÚSINU

 

 Vinnupallar utan á suðurálmunni.

              

 Bíósalurinn gerður upp og málaður í upprunalegum litum.