SMELLIÐ Á FYRIRSÖGNINA HÉR FYRIR OFAN EF ÞIÐ VILJIÐ LESA KAFLANN!

 

Hér birtist fimmti hluti úttektar þar sem stiklað er á stóru yfir sögu Austurbæjarskólans. Efnið er tekið saman til skemmtunar og fróðleiks, er stöðugt í vinnslu og er engan veginn tæmandi. Þeim, sem hafa eitthvað við þetta að bæta, er velkomið að hafa sambandi við stjórn Hollvinafélagsins. Virðið höfundarrétt. Copyright © 2019 Pétur Hafþór Jónsson.

 

 

Guðmundur Sighvatsson og Héðinn Pétursson stýra skólanum frá 1995 til 2015. 

 

1994-1995

Tölvuvæðingin hefur verið í fullum gangi í vetur og hafa nánast öll gögn safnsins verið tengd við tölvukerfið Dobis sem hefur fengið íslenskt nafn og heitir nú Fengur. … Því miður er skólasafnið enn á saman stað … herma nýjustu fréttir að safnið verði flutt í 3 kennslustofur eftir 1 ár eða svo. … er þetta orðið mjög brýnt og vonandi verður ekki nein töf á þessum áformum. Húsnæði skólasafnsins er orðið mjög lúið svo ekki sé meira sagt og plássleysi algjört.

Guðmund. Sighvatsson, Ingibjörg Pálsd., Inga Lára Birgisd.:  Ársskýrsla um skólasöfn skólaárið 1994-1995.

  

GAGNGERAR BREYTINGAR Á SKÓLAHÚSINU

 

 Vinnupallar utan á suðurálmunni.

              

 Bíósalurinn gerður upp og málaður í upprunalegum litum.

 

 

1996-1997   SKÓLABÓKASAFNIÐ FLYTUR

Mikið hefur breyst til batnaðar á þessu skólaári hvað varðar skólabókasafnið. Safnið hefur flutt sig um set í skólanum og er nú í mun betra húsnæði en áður. Í sumar verður svo þriðju stofunni bætt við þær tvær sem fyrir eru, safnið dúklagt og málað og keyptur nýr hillubúnaður. … Stefánsdagurinn var haldinn í skólanum 16. maí en þá komu 4 rithöfundar á bókasafnið og lásu úr verkum sínum fyrir 5 árganga skólans.

Guðmundur Sighvatsson og Inga Lára Birgisd.: Ársskýrsla um skólasöfn skólaárið 1996-1997.

 

 

Á skólabókasafninu skömmu eftir aldamót.

Þegar ég fór að vinna á bókasafninu var engin starfslýsing til, engin uppskrift nema það sem Vilborg var byrjuð að byggja upp. Til dæmis er Austurbæjarskólinn sennilega eini skólinn þar sem bókasafnið er á stundaskrá allra nemenda. Það er hún sem kom því á að hafa kennslu og sögustundir inni á safninu.

Vilborg var mér mjög innan handar og við unnum mörg verkefni saman. Við settum upp sýningar, til dæmis í tilefni af Degi íslenskrar tungu og sjötugsafmæli skólans, og unnum hópverkefni, meðal annars Comenius-verkefnið um þjóðsögur. Þetta var sameiginlegt verkefni nokkurra Evrópulanda sem krakkarnir unnu á bókasafninu. Henni þótti mjög vænt um skólann og var umhugað um sögu hans, ekki síst rithöfundanna sem hér hafa unnið. Austurbæjarskóli er bókaskóli. Það er grunnur sem Vilborg lagði í bókasafninu og sem ég hef reynt að ávaxta. Eitt af því sem hún byrjaði á og ég hef haldið áfram með er að láta bekkina sjálfa búa til bækur. Þetta gera krakkarnir hér á hverju ári, skrifa stuttar ritgerðir um lífið í skólanum, myndskreyta og safna saman í bók.

Inga Lära Birgisdóttir segir frá. Þorleifur Hauksson: Úr þagnarhyl. Ævisaga Vilborgar Dagbjartsdóttur bls. 252. 

 

 

FLUTNINGAR INNANHÚSS

 

Kennslumyndaspjald úr fórum Austurbæjarskóla. 

Nýting húsnæðisins breytist umtalsvert í kjölfar endurbóta, breytinga og lagfæringa undanfarinna missera. Textílmennt, sem áður hét handavinna stúlkna, flyst úr norðurálmu yfir í suðurálmu. Kennslueldhúsið og tónmenntastofan fara sömu leið. Einnig sex ára deildin, sem innan örfárra ára flytur í viðbyggingu ofan á Spennistöðinni við hlið suðurálmunnar. Hins vegar fer unglingadeildin hina leiðina. Hún flyst úr suðurálmu yfir í norðurálmu. Bókasafnið flyst yfir í miðálmuna. Flutningum þessum er ekki fylgt eftir með endurnýjun á búnaði nema að hluta til. 

 

 

HEITUR MATUR Í HÁDEGINU

Í sumar hefur verið unnið að gagngerum endurbótum á Austurbæjarskóla í Reykjavík, en um áratuga skeið hefur viðhald verið mjög takmarkað vegna fjárskorts. Nú er hins vegar öldin önnur og hefur verið útbúinn matsalur fyrir yngstu börnin þar sem þau geta fengið heitan mat í hádeginu. Það voru þakklátir krakkar sem fengu sér bita í hádeginu í gær. Mynd: Þök.

Dagur-Tíminn Miðvikudagur 18. september 1996. 

Nú eru sveitarfélögin tekin við rekstri grunnskólanna af ríkinu. 

 

 

1997-1998  DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU

Morgunblaðið 17. nóvember 1998, baksíða.

Þetta er í fyrsta sinn sem dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur á skóladegi, þ.e. virkum degi. Að því tilefni býður Vilborg Dagbjartsdóttir Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra í heimsókn í skólann, sem einmitt er gamli barnaskólinn hans. Vilborg, Pétur Hafþór Jónsson og María Pálmadóttir standa fyrir dagskrá í bíósalnum þá um morguninn. Þar flytja nemendur ýmis konar efni á íslensku.

 

AMERÍKUFERÐ KENNARA OG STARFSMANNA SUMARIÐ 1998

 

 Eiríkur Brynjólfsson og Sigrún Lilja Jónasdóttir í Kínahverfinu í Boston.

 Kennarar og stafsmenn Austurbæjarskóla halda í náms- og kynnisferð til Bandaríkjanna 30. maí 1998. Flogið er til Boston og gist þar í tvær nætur. Síðan er ekið sem leið liggur til Bedford í nágrenni Manchester, stærstu borgar New Hampshire og gist þar í fimm nætur. Heimsóttir eru skólar og menntastofnanir í fylkinu, einkum í borgunum Bedford og Manchester … Dr. Birna Arnbjörnsdóttir í Manchester greiðir götu gestanna vestra …Fyrsta daginn fer hún með þá í St. Anselm’s College, þar sem boðið er upp á nám á mennta- og háskólastigi, m.a. kennaranám. 

Síðan skiptist hópurinn eftir áhuga og starfsvettvangi hvers og eins á þrjá staði. Þeir eru:

Highland Goffe’s Falls Elementary School,

dæmigerður barnaskóla með forskóla til 5. bekkjar. Nemendafjöldi 780. Nýbúadeild við skólann.

b) McKelvie Middle School, 

barnaskóli fyrir 6.-8. bekk. Fjöldi nemenda er 950. Skólastarf er sveigjanlegt, svæðisvinna með 2-4 kennurum og 50-100 nemendum á hverju svæði (Podysystem).

c) Central High School,

unglingaskóli með 14-17 ára nemendur (9th-12th grade). Nemendafjöldi rúmlega 1.800. Nemendum er yfirleitt ekki raðað í bekki. Stór nýbúadeild er við skólann.

Heimild: Skýrsla ferðalanganna til Kennarasambands Íslands (PHJ).

VISITORS FROM ICELAND

Once again Central will be hosting a delegation of 20 Icelandic teachers! The group is being led by Sverrir E. Ragnarsson and will be visiting us from Tuesday, June 2nd through Thursday, June 4th. They are interested in experiencing “school life” here at Central. There will be a welcoming reception at 8:00 on June 2nd. in the library by our principal, Mr. Robert Schilavone and will receive a brief orentation. All are welcome to Attend!

The will be the be offered a tour of the school, which will be led by the student council president Ryan Nealon. Following their tour of Central the teachers will be introduced to their host teachers at Central.  …

Central Homeline. PTSO Newsletter - Central High School - 207 Lowell St., Manchester, NH 03104 - 624-6363

PARENT/TEACHER/STUDENT ORGANIZATIOAN. JUNE 1998.

Auk heimsóknanna gafst tími til að skemmta sér og sjá sig um í Boston. M.a. var farið á tónleika með Boston Pops. 

Among Those Present: … Teachers of Reykjavik, Iceland, …

Boston Pops tónleikaprógramm 26.-31. maí 1998.

 

Þór Björnsson og Halldóra Halldórsdóttir í skólaheimsókn í Manchester, New Hampshire.

Enn fremur er mikið keypt af námsgögnum og öðru gagnlegu. Gist er eina nótt í Boston í bakaleiðinni. Eftir það fara margir heim til Íslands. En aðrir skoða sig um í BNA. m.a. í New York og Cape Cod. 

 

1998-1999

DV greinir frá vinnustöðvun kennara:

 Hinn fjölhæfi starfsmaður Jón Gunnar Sveinsson bregður sér hér í hlutverk kennara.

 

NÝ AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA 1999

Ný aðalnámskrá grunnskóla kemur til framkvæmda frá og með skólaárinu 1999-2000. Hún er gefin út í tólf heftum og skiptist í almennan hluta aðalnámskrár og ellefu sérstaka greinahluta. Þau hefti bera eftirtalin heiti: Íslenska; Stærðfræði; Erlend tungumál; Heimilisfræði; Íþróttir - líkams og heilsurækt; Kristin fræði, siðfræði, trúarbragðafræði; Listgreinar; Lífsleikni; Náttúrufræði; Samfélagsgreinar; Upplýsinga- og tæknimennt.

 

Í greinahlutum aðalnámskrár grunnskóla, sem gefnir eru út í ellefu heftum, er fjallað um markmið, inntak og skipulag náms á tiltekmum námssviðum og bera heftin þessi heiti:

Íslenska - Stærðfræði - Erlend tungumál - Heimilisfræði - Íþróttir - líkams- og heilsurækt -Kristin fræði, siðfræði, trúarbragðafræði - Listgreinar - Lífsleikini - Náttúrufræði - Samfélagsgreinar - Upplýsinga- og tæknimennt.

  

1999-2000

STARFSMANNAPÓSTUR AUSTURBÆJARSKÓLA gusig & hedpet - veturinn 1999-2000

STARFSMANNAPÓSTUR AUSTURBÆJARSKÓLA gusig & hedpet kemur út skólaárið 1999-2000. Ritstjóri og helsti tíðindamaður blaðsins er Guðbrandur Stígur Ágústsson, deildarstjóri á yngsta stigi. Starfsmannapósturinn kemur út í tíu tölublöðum og er góð heimild um skólalífið þennan vetur. Nafn blaðsins er samsett úr nöfnum þeirra Guðmundar Sighvatssonar, skólastjóra og Héðins Péturssonar, aðstoðarskólastjóra. Fyrsta tölublaðið kemur út þann 10. nóvember 1999. Það síðasta 5. apríl 2000.

gusig & og hedpet

Eins og starfsmönnum hefur verið kynnt á kennarafundum þá er meiningin að gera tilraun til að halda úti starfsmannapósti þar sem getið verður þess helsta sem fram fer í skólanum. Á jafnstórum vinnustað og Austurbæjarskólinn er, þá er mikilvægi góðs upplýsingaflæðis ákaflega mikið.

Ég á þá von að þetta muni gera allt það góða starf sem fram fer innan veggja skólans sýnilegra. Öll erum við hlekkur í einni stórri keðju og við verðum í sameiningu að hlúa hvert að öðru þannig að allir finni sig í starfi óháð hvaða hlutverki þeir gegna í stofnuninni. Ekkert eitt er mikilvægara en annað, því allir hlekkirnir verða að vera í lagi til þess að keðjan standist álagið.

…             Ef vel ætti að vera þá þyrfti blaðið gusig & og hedpet að koma út a.m.k. hálfsmánaðarlega.

  (G. Stígur 10. nóv. 1999.)

Nýr tölvukennari og tölvustofa

Kristinn Eysteinsson hefur verið ráðinn tölvukennari og bjóðum við hann velkominn til starfa. Kennarar geta núna komist að með bekki sína í tölvustofuna. Kristinn tölvukennari hefur hengt upp eyðublað á kennarastofunni, þar sem kennarar geta pantað sér tíma.   (G. Stígur 10. nóv. 1999.)

Tölvuumsjónarmaður

Þeir sem vilja fá netfang snúi sér til Guðmundar. í framhaldi af því set ég upp tölvupóst á vinnustofu kennara fyrir viðkomandi. Byrjað er að huga að heimasíðu Austurbæjarskóla. Leitað verður til deildarstjóra og fleiri aðila varðandi efni (tölvutækt form æskilegt). Allar hugmyndir vel þegnar. Að gefnu tilefni bendi ég á að tölvuumsjón er 25% starf og ég að öllu jöfnu í skólanum frá 8-10. Komi upp “neyðarástand” má hringja í mig …     (Viðar 24. nóv. 1999.)

Heimasíða Austurbæjarskóla

Viðar tölvugúru skólans hefur verið að vinna undanfarið að því að hanna heimasíðu skólans og verður hún opnuð með viðhöfn einhvern næstu daga. Það er ákaflega mikilvægt að skólinn eignist heimasíðu. Að sjálfsögðu verður síðan að halda henni við og uppfæra reglulega. Starfsfólk er beðið að hafa samband við Viðar til þess að koma ábendingum á framfæri um hvað það vildi sjá á heimasíðunni okkar. Síðan er bara að skoða heimasíðuna.  (G. Stígur 8. des. 1999.)

Námsmat

Þann 10. febrúar sl. var í fyrsta skipti afhent tölvuskrifað námsmat í 2. bekk í Austurbæjarskóla Þetta er tímanna tákn á 70 ára afmæli skólans, sem nú hefur loks tölvuvæðst hvað varðar skráningu og upplýsingar um nemendur. Mikið hagræði er að því að nota sama kerfi fyrir alla bekki skólans og ætti það að stuðla að aukinni samræmingu, sem nokkuð hefur skort á hingað til. Nú er byrjað að gefa einkunnir strax í 2. bekk í sumum námsgreinum, en áfram verða gefnar skriflegar umsagnir samhliða a.m.k. upp í 4. bekk. Í vor verður skriflegt námsmat afhent í foreldraviðtali, eins og núna, en það verður mun ítarlegra og umsagnir gefnar um ástundun, hegðun og fleira.

Úr foreldrabréfi 22. mars 2000, Birgitta, Halldóra og Kristín.

 

 

Bangsadagurinn

Alþjóða bangsadagurinn var haldinn hátíðlegur hér í Austurbæjarskóla þann 27. okt. síðastliðinn. Um var að ræða samnorræna uppákomu bókasafna en dagurinn er reyndar haldinn “hátíðlegur” í Bretlandi og Bandaríkjunum líka. Á bókasafninu settum við upp bangsabókasýningu, lásum bangsasögur og hvöttum nemendur og kennara til að koma með bangsana sína í heimsókn á skólabókasafnið. Er skemmst frá því að segja, að safnið fylltist af böngsum og aldursforsetarnir, bangsar Jasonar og Sigrúnar Lilju tók sig sérstaklega vel út!

Við keyptum sérstakan bókasafnabangsa, hann Mattheus sem á bræður á bókasöfnum um öll Norðurlönd. Borgarbókasafnið bauð í náttfatapartý um kvöldið og fjölmenntu nemendur yngsta stigs, allir í náttfötum og með bangsa. “Hið ótrúlega gerðist að allir fóru heim í réttum fötum” er haft eftir starfsfólki Borgarbókasafnsins.    (Inga Lára 10. nóv. 1999.)

 Þróunarverkefni

Í nýbúadeild er unnið að gerð stærðfræðiefnis fyrir nýbúa. Verkefni þetta er unnið undir stjórn dr. Birnu Arnbjörnsdóttur. Til að byrja með e einungis unnið með rúmfræðiþáttinn. Þeir kennarar sem að þessu komu eru: Dagný Marínósdóttir, Margrét Ívarsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Sveinn Ingólfsson, Kjartan Þór, Sigrún Lilja og undirrituð. Einnig kemur að þessari vinnu Karl Óskar tölvukarl. Doktor Birna kemur til landsins einu sinni í mánuði og gefur góð ráð. (Nína Magnúsdóttir 24. nóv. 1999.)

Flötur

Undirrituð var beðin um að flytja stutt erindi um skipulag kennslu í stærðfræði á unglingastigi í Austurbæjarskóla á aðalfundi Flatar - samtaka stærðfræðikennara, miðvikudagskvöldið 10. nóv. Fundurinn var haldinn í fjarkennslustofunni í Odda og var hann samtímis haldinn á fjórum stöðum úti á landi, þ.e. Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. Þó að mér þætti þetta engan veginn létt verk, þá fékk erindið góðar viðtökur og margar fyrirspurnir komu. Ég svaraði þeim eftir bestu getu og margir vildu fá afrit af námsáætlunum og hópvinnuverkefnum okkar í greininni. Ég held að skólinn hafi fengið nokkuð góða kynningu og það var jú tilgangurinn. Ég þakka samkennurum mínum á miðstigi fyrir að hafa fengið að taka smá æfingu á þeim fyrr um daginn. 

(Sigrún Lilja 24. nóv. 1999.)

Skreytingar á göngum

Það er mjög gaman og lifgar upp á gangana i skólanum, þegar kennarar láta nemendur skreyta fyrir utan stofurnar sínar. Okkur barst ábending um snyrtilega skreytingu á snögum fyrir utan stofuna hjá 2. KM. En þar ræður ríkjum Kristín Magnúsdóttir. Þessi skreyting er mjög snyrtileg og kemur vel út og er kennaranum og nemendum til mikils sóma.

… (G. Stígur 24. nóv. 1999.)

Listmeðferð

Væntanlegur er bæklingur um “listmeðferð í skólum” ætlaður kennurum og foreldrum. Mun það vonandi auðvelda upplýsingamiðlun. Ég vil minna kennara á að ef þeir telja að barn þarfnist stuðnings vegna tilfinninga- eða hegðunarerfiðleika, þá er mikilvægt að fylla út eyðublöð sem fæst hjá deildarstjórum eða aðstoðarskólastjóra. Það skiptir máli að tilgreina ástæðu tilvísunar. Tilvísun er alltaf tekin fyrir á nemendaráðsfundi.  (Kveðja  Íris Ingvarsdóttir.)

Nýbúar og sérkennsla

Fjarskalega er ég ánægður með hversu hratt og vel nýbúarnir “mínir”, (þeir eru 4) læra íslenskuna en þeir eru 21 kennstund á viku í nýbúadeildinni, enda tiltölulega nýkomnir til landsins. Nýbúadeildin okkar er áreiðanlega mjög góð og eiga stjórnendur þakkir skyldar fyrir að standa svo vel að málum. Ég velti því fyrir mér hvenær veitt verður meira fé til almennrar sérkennslu. Í mínum bekk eru nokkrir nemendur sem eiga í miklum námserfiðleikum í lestri, stafsetningu og stærðfræði. Þeir fá í dag, samtals 5 stundir á viku, í sérkennslu en ég tel að þeir þyrftu 20 stundir ef sæmilegt ætti að vera. Veistu hvenær yfirvöld ætla að bæta úr þessu?    (SI  8. des. 1999.)

Áfallastjórnun og Áfallaráð Austurbæjarskóla

Héðinn Pétursson, aðstoðarskólastjóri og Kristín Jóhannsdóttir, deildarstjóri fóru á námskeið í áfallastjórnun. Námskeiðið fjallaði meðal annars um samskipti við fjölmiðla ef áföll verða í skólanum. ..

Í byrjun nóvember sl. var myndaður starfshópur til að vinna undirbúningsvinnu að stofnun áfallaráðs í Austurbæjarskóla. Í undirbúningshópnum var Héðinn Pétursson, Elín Birna (hjúkrunarfr.), Matthildur Gunnarsdóttir, Björn Hafberg og Guðbrandur Stígur. Hópurinn viðaði að sér gögnum frá mörgum stöðum og einnig kom Sigurður Pálsson sóknarprestur í Hallgrímskirkju á fund í nemendaverndarráði og talaði um þessi mál. Síðans sömdu Björn og Guðbr. Stígur drög að starfslýsingu og vinnuplani fyrir áfallaráð skólans. Þetta var síðan kynnt á kennarafundi 7. desember. Mjög mikilvægt er, að starfsfólk skólans kynni sér þessi drög og komi með ábendingar um það sem betur má fara í þessum drögum. Starfsfólk er beðið að koma ábendingum til Björns Hafbergs. (G. Stígur. 8. des. 1999.)

Þorrablót Starfsmannafélagsins 4. febrúar árið 2000

Löng hefð er fyrir þorrablótum í Austurbæjarskóla. Einu sinni útbjuggu kennarar og starfsmenn þorramat í litla kennaraeldhúsinu. Sjálft þorrablótið var síðan haldið á kennarastofunni en það er löngu liðin tíð. Að þessu sinni er það haldið í Versölum við Hallveigarstíg. Stjórn starfsmannafélagsins skipa Ásdís Einarsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir og Jón Gunnar Sveinsson. Mælist stjórnin til að kennarar á hverju stigi, þ.e. unglinga-, mið- og yngsta stigi verði með eitt skemmtiatriði eða jákvæða uppákomu á samkomunni. Mælist stjórnin jafnframt til, að ekki verði farið í svokallaða samkvæmisleiki. 

Blótið tókst með miklum ágætum og var vel mætt. … Veislustjórn var í höndum Jóns Gunnars blakmanns með meiru. … Kennarar á yngsta stigi voru með atriði undir stjórn Kristínar Magnúsdóttur. Einnig las Ása Guðjónsdóttir í eldhúsinu upp skemmtileg ljóð. Magnaðasta atriðið var náttúrulega myndasýning unglingastigsins þar sem valinn hópur karlmanna við stofnunina kom fram og sýndi kvenmannsföt. … Er óhætt að segja að þetta atriði hafi vakið mikla kátínu og er þeim sem á horfðu ógleymanlegt. … Síðan var stiginn dans við undirleik geisladiska frá þeim heiðurshjónum Kristínu Jóhannsd. og Steinari. … Við þökkum starfsmannafélaginu kærlega fyrir að hafa skipulagt þetta blót með ágætum. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að starfsmenn komi saman á góðri stund og gleðjist saman. (G. Stígur 9. feb. 2000.)

Aukatímar í stærðfræði og íslensku

Fagstjóri í stærðfræði á mið- og unglingastigi, Sigrún Lilja Jónasdóttir mun á næstu vikum bjóða nemendum upp á aukatíma í stærðfræði, þar sem farið verður í þau atriði sem verða til prófs á samræmdum prófum nú í vor. Námskeiðið er 12 skipti. … Þetta framtak Sigrúnar Lilju, skólastjórnenda og þeirra sem standa að stærðfræðikennslu hér er mjög gott. Það er ánægjulegt þegar starfsfólk skólans leggur sig jafnmikið fram og hér greinir. Þetta skilar sér að sjálfsögðu í betri námsárangri … og aukinni ánægju nemenda og foreldra með skólann. (G. Stígur 26. jan. 2000.)

Líkt og undanfarin ár mun skólinn bjóða nemendum í 10. bekk upp á upprifjunarnámskeið í islensku fyrir samræmdu prófin. Námskeiðið hefst í byrjun mars og munu þær Guðrún Halldórsdóttir og Nína Magnúsdóttir sjá um kennsluna. Við viljum endurtaka það sem við sögðum  …  um aukatíma í stærðfræði. Það er ánægjulegt þegar starfsfólk skólans leggur sig jafnmikið fram og hér á sér stað. Þetta skilar sér í betri námsárangri nemenda, betri líðan þeirra í skóla og ánægjulegri samskiptum heimilis og skóla. (Jason 23. feb. 2000.)

Átaksvinna í stærðfræði

Ásdís Einarsdóttir deildarstjóri sérkennslu mun á næstu vikum verða með átaksvinnu fyrir þá nemendur sem komu ekki nógu vel út á samræmdu prófunum í stærðfræði í 4. bekk. Þetta átak verður unnið í nánu samstarfi við heimilin og er krafist heimavinnu og að foreldrar fylgist vel með ogað það sé unnið sem vinna á. Vonum við að þetta komi að gagni í þeirri viðleitni að koma þessum nemendum yfir erifðasta hjallann. (G. Stígur 9. feb 2000.)

Stærðfræðiátakið í 4. bekk sem við sögðum frá í síðasta tölublaði fer vel af stað. Kennaranum finnst a.m.k. gaman og vonandi nemendunum líka. Foreldrar tóku þessu tilboði fegins hendi og aðstoða sín börn vel í heimanáminu. Það er þröngt setinn bekkurinn í sérkennslustofunni 4 sinnum í viku og áhuginn skín úr hverju andliti. (Ásdís Einarsdóttir 23. feb. 2000.)

Prófkvíðanámskeið

Fyrir stuttu var nemendum 10. bekkjar boðið að taka þátt í stuttu námskeiði, þar sem kynntar voru ýmsar leiðir til að freista þess að draga úr prófkvíða og vinna að betra skipulagi við prófundirbúning. Farið af stað með sex hópa á mismunandi tímum og lögð voru fyrir heimaverkefni sem m.a. fólust í því að halda all nákvæma dagbók. Stefnt er að því að halda svona námskeið aftur að vori og þá verður nemendum 8. og 9. bekkjar væntanlega boðið að vera með. (Björn Hafberg 8. des. 1999.)

Skólabúðir

Farið verður í skólabúðir í skátaskálanum á Úlfljótsvatni í Grafningi með sjöundu bekkina mánudaginn 31. janúar - 1. febrúar. Þessi dvöl er í tengslum við námsefnið “Tilveran” og greiðir Reykjavíkurborg allan kostnað. Daginn sem farið verður mæta nemendur í skólann með allan sinn útbúnað kl. 8:15 og lagt verður af stað kl. 8:30. Reiknað er með að allir verði komnir heim til sín kl. 17:00 daginn eftir. Í dagskránni verður mikið lagt upp úr útiveru og að gefa kennurum og nemendum kost á því að vera saman í starfi og leik utan við hið hefðbundna skólastarf. … (Kristín Jó. 12. jan. 2000.)

Sú hefð hefur skapast við Austurbæjarskóla að nemendur 7. bekkja hafa farið í skólabúðir að Reykjum í eina viku með kennurum sínum. Þessar ferðir hafa tekist mjög vel og eru orðnar fastur liður í skólastarfinu. Lagt verður af stað frá skólanum mánudaginn 14. febrúar klukkan 9:00 og komið til baka föstudaginn 18. febrúar um klukkan 16:00. Áhersla verður lögð á að nemendur taki virkan þátt í íþróttum og útiveru, eins verður farið á byggðasafn og í fjöruskoðun. Kennslustundir falla niður hjá þeim sem kenna sjöundu bekkjum. Við skulum vona að ungir sem aldnir skemmti sér vel í Hrútafirðinum. (Kristín Jóh. 9. feb. 2000.)

1000 ára afmæli kristnitökunnar

Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Námsgagnastofnun og Kristnihátíðarnefnd standa fyrir fundi í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitökunnar á Íslandi. Fundurinn er ætlaður kennurum í 1.-7. bekk og prestum. Fundurinn verður á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur mánudaginn 14. febrúar kl. 15:30 - 17:30. Kennarar í 1. -7. bekk eru hvattir til þátttöku. (G. Stígur 9. feb. 2000.)

Kristnifræðiprófið

Vilborg Dagbjartsdóttir umsjónarkennari í 5. VD laumaði að okkur hér tveimur skondnum svörum úr Kristnifræðiprófi. Spurningin var svona: Hvað gerði Móse þegar hann kom ofan af fjallinu og sá Ísraelsmenn dansa kringum gullkálfinn? Svar: Hann braut boðorðin. Önnur spurning var svona: Hvað hét brauðið sem Guð lét rigna yfir Ísraelsmenn í eyðimörkinni? Svar: Gyðingakökur.

Enska í 5. bekk

Byrjað verður að tilraunakenna ensku í 5. bekk nú á vorönninni. Umsjónarkennarar munu sjá um kennsluna. Erling fagstjóri erlendra mála hefur tekið saman efni fyrir þessa kennslu. Eins og boðað hefur verið af yfirvöldum menntamála þá á enskukennsla að hefjast í 5. bekk í framtíðinni. Það er almenn ánægja með að þessi leið skuli vera farin. Því eins og við vitum og höfum reynt, þa´er enskan mál 21. aldarinnar í alþjóðasamfélaginu. Því er nauðsynlegt fyrir okkur að gera enskukennsluna markvissari og byrja fyrr.  (G. Stígur 9. feb. 2000.)

Menning og listir

Meðal sérverkefna fagstjóra í list- og verkgreinum eru menningarborgin, umsjón með heimsóknum listamanna og umsjón með bíósalnum. Eins og flestir vita er litskyggnusýningin nýafstaðin en til stendur að endurtaka hana í afmælisvikunni í vor og þá í bíósalnum. Þórður Helgason vinnur nú að ljóðagerð með unglingum og nýbúum og hefur vænan bunka skáldskapar undir höndum. Til stendur að gefa út ljóðabók í vor og er það önnur tveggja bóka sem gefnar verða út í tilefni 70 ára afmælis Austurbæjarskóla ef allt fer að óskum.

Lítið hefur borið á heimsóknum listamanna í vetur. Til að bæta úr því, hefur verið ákveðið að nemendur og kennarar fari á lokaæfingu “Den danske radios symfoniorkester” í Háskólabíói þann 28. febrúar nk. en hljómsveitin heldur tónleika þá um kvöldið. Þetta er afmælisdagur Sigrúnar Lilju og gaman að halda upp á hann með þessum hætti. 

Umgengni um bíósalinn er betri en mörg undanfarin ár og allir farnir að virða þá reglu að bóka sig í salinn til að forðast árekstra. Er því af sem áður var, þegar kennari mætti með bekk niður á svið þar kollegi hans var fyrir með sína nemendur og menn tókust nánast á um yfirráðin líkt og hirðingjar um beitilönd i landinu helga á dögum gamla testamentisins. Kannski menn hafi bara verið að sviðstetja biblíusögurnar.  (Pétur Hafþór Jónsson 23. feb. 2000.)

Dagur íslenskrar tungu

Að venju var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur hér í skólanum. Veg og vanda að þeirri dagskrá áttu þau Vilborg Dagbjartsdóttir og Pétur Hafþór Jónsson. Boðið var upp á sal þar sem flutt voru frumsamin ljóð eftir nemendur í 5. VD. Einnig flutti bekkurinn ballöðuna Álfakónginn eftir Goethe í þýðingu sálmaskáldsins Valdimars Briem. Að endingu sungu þau elsta sálminn í sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar, Heyr himnasmiður eftir Kolbein Tumason. 6. KK flutti og hljóðsetti kvæðið Eggert Ólafsson eftir Matthías Jochumson. Kór skólans sviðsetti litla sögu frá Rússlandi sem heitir Björkin. Síðan endaði þetta allt á að sungið var Á íslensku alltaf finna svar. Þetta var vel heppnuð dagskrá og viðstandendum til mikils sóma.

G. Stígur 24. nóv. 1999.

Upplestrarkeppnin

Úrslit í stóru upplestrarkeppninni fóru fram í Neskirkju 23. mars. Þar voru mættir nemendur Austurbæjarskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla, Melaskóla og Grandaskóla til keppni. Hópurinn var mjög góður, bæði agaður og svo var lesturinn unaður á að hlusta. … Við komust ekki á pall núna en keppendur stóðu sig með ágætum. Var eina frumsamda ljóðið í keppninni eftir Valdísi Þórðardóttur í 7. SE. … Margt eldlínufólk í menntamálum var statt á keppninni og á fremsta bekk sat Vilborg Dagbjartsdóttir ásamt menntamálaráðherra og hans frú. … Allir nemendur lásu fjögur ljóð eftir Vilborgu og fékk hún gott klapp fyrir. Skipulagning keppninnar undir stjórn Matthildar Guðmundsdóttur var til sóma í alla staði, …  (Kristín Jó. 5. apríl 2000.)

Sjónvarp og vídeó

Eins og eflaust margir vita, en þó kannski ekki allir, hefur sjónvarp og videó fyrir yngsta stigið og miðstigið fengið samastað í stofu 305. Tækjum þessum er einkum ætlað að þjóna þeim bekkjum sem eru á sömu hæð og þau, en 4. og 5. bekkir á miðgangi niðri geta að sjálfsögðu nýtt sér tækin líka. Þá er bara að snúa sér til undirritaðrar, sem er samvinnufús og til í að láta eftir stofuna með stuttum fyrirvara (þó helst ekki skemur en dags fyrirvara), þ.e.a.s. skipta um stofu við þann bekk sem ætlar að horfa á videó. Það er mun einfaldara en að flytja tækin á milli hæða. Ég bið þá kennara, sem fá tækin sín lánuð í stofuna sína, að skilja eftir miða eða láta mig vita hvar þau eru niðurkomin og helst að skila þeim strax að notkun lokinni. Ég finn til nokkurrar ábyrgðar gagnvart þessum verðmætum og vil geta svarað því hvar þau eru, sé ég spurð. Búbbi, Jón Gunnar, Halldór, Sigurgeir og ísak eru boðnir og búnir að renna tækjunum milli stofa á hæðinni, en það er tveggja manna verk að koma þeim yfir þröskulda og ekkert vit að veikbyggðar kennslukonur séu að baksa við það einar!  (Kristín Magg, stofu 305.)

Vinahópar í 2. bekk

Núna eru starfandi vinahópar í öllum þremur bekkjardeildum í 2. bekk. Eins og eflaust margir vita er tilgangurinn með myndum vinahópa sá að fyrirbyggja einelti og flokkadrætti innan bekkjar. Myndaðir eru 4 til 5 manna hópar innan bekkjarins og kemur hver hópur saman á tveggja vikna fresti. Vinafundirnir eru haldnir einu sinni heima hjá hverjum í hópnum og tekur því u.þ.b. 8 - 10 vikur fyrir hópana að “ljúka störfum”. Þá eru myndaðir nýir hópar og þannig munu allir í bekknum hafa heimsótt alla að lokum. Raunhæft er að gera ráð fyrir að hver nemandi haldi tvo fundi á vetri heima hjá sér, þannig að þetta ætti ekki að vera mjög mikið álag fyrir foreldra. … Dæmi um viðfangsefni á vinafundum eru föndur, spil, bakstur, pítsugerð, frjálsir leikir, gönguferðir, skautaferðir og fleira. Vinahópar eru starfandi í fleiri bekkjum skólans og teljum við að mikilvægt sé að byrja í neðstu bekkjunum áður en börnin hafa myndað föst vinasambönd sín á milli. Þannig ætti að vera hægt að fyrirbyggja félagslega einangun innan bekkjarins og auka gagnkvæman skilning milli barnanna. Þetta er ekki síst mikilvægt núna þegar nýbúum hefur fjölgað mjög og þörfin á skilningi og umburðarlyndi aldrei meiri. (Birgitta/Halldóra/Kristín 22.mars 2000.)

Afmælisbolir

Eins og starfsmenn skólans hafa tekið eftir, þá hafa verið gerðir svokallaðir afmælisbolir sem hannaðir eru af nemendum undir verkstjórn Ernu Guðmarsdóttur myndmenntakennara. Þessir bolir verða seldir nemendum og starfsfólki skólans. Ákveðið hefur verið að nemendur 9. bekkja taki að sér sölu bolanna gegn hlutdeild í hagnaði. Bolirnir verða seldir á kr. 1.000. - Þar af er kr. 500 - útlagður kostnaður, umboðssalar fá kr. 300 af hverjum bol og 200 kr. renna til skólans. Elli og Þór umsjónarkennarar munu kynna fyrir nemendum og starfsfólki á næstu dögum sölufyrirkomulag. (G. Stígur 23. feb. 2000.)

Bekkjarmyndatökur

Í tilefni af 70 ára afmæli skólans verða allir bekkir skólans myndaðir. Meiningin er að myndirnar verði hengdar upp á gangi skólans. Myndirnar verða afhentar nemendum í sérstakri afmælismöppu. Myndatökurnar fara fram á næstu dögum og munu nemendur fá sendan miða heim um að myndataka fari fram næsta dag. Í apríl mun síðan verða tekin hópmynd af öllu starfsfólki skólans. Ljósmyndastofan Nærmynd (Erling) mun sjá um myndatökur og skipulagningu á þeim.

(Elli A. 22. mars 2000.)

gusig&hedpet er gott blað

Mikið finnst mér þetta fínt framtak að gefa út blað. Það gerir kleift að koma skilaboðum áleiðis milli manna og eykur streymi upplýsinga. Mér finnst líka eðlilegt og sjálfsagt að kennarar segi frá því sem þeir eru að gera, einkum ef það er eitthvað umfram hið venjulega.

Nafn blaðsins stóð dálítið í mér í fyrstu. Ég átti erfitt með að muna það. En núna skil ég það. Seinni hlutann á að lesa með enskum framburði. Þá þýðir seinni hlutinn, hedpet, nefnilega “gæludýr skólastjórans”. Sem sagt: gusig og gæludýrið. Flott nafn á hljómsveit. (eb. 8. des. 1999.)

 

REYKJAVÍK MENNINGARBORG 2000

 

 

Laugardaginn 29. janúar kl. 17:30, 18:00 og 18:30 er haldin LITSKYGGNUSÝNING nemenda úti á skólalóðinni. Átján fermetra sýningartjald er sett upp fyrir framan Spennistöðina og varpað á það nokkur hundruð litmyndum með fjórum sýningarvélum sem samstilltar eru með aðstoð tölvu. Myndunum fylgja ýmist umhverfishljóð úr skólanum eða tónlist og varir hver sýning í rúman stundarfjórðung. Myndirnar hafa nemendur tekið í skólanum og hverfinu undir handleiðslu Erlings Ó. Aðalsteinssonar, kennara og ljósmyndara. Thorstein Henn ljósmyndari frá Þýskalandi sér um tæknimál. Auk þess kemur að verkinu Pétur Hafþór Jónsson sem tók upp umhverfishljóð og valdi tónlist við myndirnar, auk þess að vera tengiliður við verkefnið “Listamenn í skólum” í samstarfi við Reykjavík, menningarborg 2000. Nemendur 10. bekkja selja heita drykki á staðnum svo engum ætti að verða kalt. Hans Petersen í Bankastræti styður sýninguna með því að gefa filmur og framköllun.

                   

  

Að sama tilefni, þ.e. verkefninu “Listamenn í skólum” og sjötíu ára afmæli Austurbæjarskóla yrkja nemendur ljóð undir handleiðslu Þórðar Helgasonar og kemur afraksturinn út í bókarformi. Nefnist ljóðabókin Ljóð 2000.  (Sjá Skáld og Skáldskapur.)

 

 HNOÐRAR

Á sumrin eru græn tún

þakin litlum skýjahnoðrum

sem jarma.

Bryndís Helgadóttir

 

NÁTTÚRA

Hin eina sanna fegurð

býr í náttúrunni.

Við skulum fylgjast

með dýrð hennar

og láta hana

setjast að í okkur.

Sölvi Karlsson

                                                  

AFMÆLI AUSTURBÆJARSKÓLANS - SKÓLASTARF Í 70 ÁR

OPIÐ HÚS LAUGARDAGINN 27. MAÍ KL. 12.00 - 16.00

Skólinn er opinn foreldrum, aðstandendum, núverandi og fyrrverandi nemendum og öðrum velunnurum. Í flestum tilfellum sýnir hver bekkur í og við sína stofu. Mörg sýningarsvæði eru merkt svo auðvelt verður að rata um húsið. Vakin er athygll á handavinnusýningu í risi í suðurálmu og sýningu á bókasafni m.a gömlum áhöldum til skriftarkennslu. ...

SÉRSTÖK DAGSKRÁRATRIÐI

Bíósalur: Leiksýning 8. bekkja kl. 12:30 og 16:00. Föstudagur hjá smáfuglunum eftir Iðunni Steinsdóttur. Leikstjóri; Helena Stefánsdóttir.

Bíósalur: Grænlandskynning kl. 14:30. Nemendur frá Nuuk, sem eru hér á vegjum 10. bekkjar, flytja grænlenska söngva og dansa. Á eftir verður sýnt stutt myndband frá heimabæ þeirra.

Útisvið: Tónlistarflutningur kl. 14:00. Kór Austurbæjarskóla og dvergarnir sjö flytja sönga eftir gamla kennara skólans. 4.MÍ hitar upp.

Veitingar: Grill í skólaporti, pulsar kr. 100 og svale kr. 50. Stríðsárakaffihús 7. SE (Steinunn Egilsdóttir) á efri gangi í norðurálmu. Selt verður kaffi, kleinur, randalínur og fleira á vildarkjörum. Nemendur flytja tónlist kl. 13:30 og ganga um beina meðan opið er.

Gamlar kvikmyndir og myndbönd úr skólanum eru sýnd allan daginn í stofu 211 í norðurálmu.

 

 

2000-2001

NÝBÚADEILDIN FLYTUR Í STÆRRA HÚSNÆÐI

Nýbúadeild Austurbæjarskóla flytur í húsnæði á efri hæð í norðurálmu skólans (við Bergþórugötuna). Þar var áður hluti af kennslueldhúsi skólans. Nína Magnúsdóttir er gerð að deildarstjóra. 

 

HEITT VATN FYRIR 70 ÁRUM

 

     Dagskrá í Bíósalnum afmælisárið 2000 í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur. Austurbæjarskólinn er fyrsta húsið í Reykjavík     sem kynnt er með heitu vatni úr iðrum jarðar. Um dagskrána sjá Margrét Ívarsd. og Sigrún Lilja Jónasd.

NEMENDUR í þriðja, sjötta og níunda bekk Austurbæjarskóla hafa í haust átt sérstakt samstarf við Orkuveitu Reykjavíkur í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá því að heitt vatn var tekið í notkun í skólanum. Var skólinn fyrsta húsið sem tengdist Laugaveitunni.

Árgangarnir hafa í haust fengið kennslu um kalt og heitt vatn og um rafmagn og fóru nemendur í heimsókn í raforkuver og stöðvar Orkuveitunnar. Afrakstur vinnu þeirra er nú til sýnis í skólanum og kynntu þau jafnframt við athöfn í gær ýmislegt af því sem þau hafa fengist við í þessu verkefni. Liðin voru 70 ár frá því að heitt vatn var leitt í skólann frá Laugaveitunni. Í tilefni dagsins gaf Orkuveitan skólanum fjóra vatnspósta og hefur sett upp lýsingu á tvö listaverk Ásmundar Sveinssonar á austurhlið Austurbæjarskólans.

Morgunblaðið 10. nóvember 2000 bls. 4. Ljósmynd: Ásdís.

 

 Að lokinni dagskrá í Bíósalnum er boðið upp á kræsingar á Kennarstofunni.                                                        

Hér sést Jónina María Kristjánsdóttir, dönskukennari við veisluborðið.

 

VORFERÐ 1. BEKKJAR Í HÚSDÝRAGARÐINN 2001

 

                                           

 

 

  

 SKÓLAFERÐALAG

Efri röð: Magnús, Ásrún, Elísabet, Íris, Rannveig, Hildur, Sunneva.                                                                                  Neðri röð: Kristín, Urður. 

 

 VIÐBYGGINGIN BOÐIN ÚT Í SEPTEMBER ÁRIÐ 2000.

 

               Framkvæmdir við viðbygginguna hefjast með því að gras og mold er fjarlægt af þaki Spennistöðvarinnar.

 

Viðbyggingin kemur í tilbúnum einingum frá Danmörku ...

 

 ... Auðvelt er að taka hana í sundur

í fimmtán byggingarhluta og flytja annað, standi vilji manna til þess.

 

Keppst við þrif og bón svo hægt sé að taka viðbygginguna í notkun. 

 

 Spennirinn fjarlægður úr Spennistöðinni sem notuð er sem geymsla Orkuveitunnar árum saman.

 

 

TÓMSTUNDASTARF HAUSTIÐ 2001

Tómstundaklúbbar haustið 2001: Kór, íþróttir, leðurvinna, tölvur (þrír hópar), skartgripagerð (tveir hópar), mósaik (tveir hópar) og leirmótun. Leiðbeinendur í sömu röð: Pétur Hafþór Jónsson, Stefán Magnússon, María Ragnarsdóttir, Kristinn Eysteinsson og Ólína Ásgeirsdóttir sem hafði umsjón með þremur síðustu greinunum. Skipuleggjandi tómstundastarfsins er Þór Björnsson.

 

FJÖLMENNINGARLEG SKEMMTUN 

Fjölmenningarleg skemmtun í Bíósalnum að kvöldi 10. maí. Skemmtunin tengist einnig Stefánsdeginum. Að þessu sinni er boðið upp á fjölþætta dagskrá. Nemendur úr flestum árgöngum og af tólf þjóðernum syngja, dansa, leika á hljóðfæri, flytja frumsamin ljóð og leikþætti. Atriðin eru kynnt á íslensku, víetnömsku, rússnesku ensku, japönsku, frönsku, albönsku, þýsku og fleiri tungumálum. Þá afhendir Helga Ólafsdóttir, forstöðumaður Blindrabókasafns Íslands skólanum gjöf sem tengd er minningu Stefáns Jónssonar. Guðmundur Sighvatsson þakkar fyrir og talar um Stefánsdaginn. Hann er haldinn hátíðlegur í minningu Stefáns Jónssonar (1905-1966) sem kenndi við skólann frá 1933 til dánardags. Fæðingardagur hans er 22. desember en þann dag eru allir komnir í jólafrí. Því var dánardagurinn 12. maí valinn til að minnast hans. Þá ræddi Guðmundur um hlutverk Austurbæjarskóla sem móðurskóla fjölmenningar. M.a. annarra atriða á skemmtuninni má nefna, að Sigrún Þorsteinsdóttir les eigin ljóð úr bókinni Ljóð 2000 sem kom út á 70 ára afmæli skólans á vegum menningarborgarinnar M 2000. Einnig má geta dansatriða, því þegar hér er komið sögu er dans orðinn sérstök námsgrein á stundarskrá. Að lokum er fjöldasöngur. Aðgangseyrir, kr. 300, rennur einkum til þeirra flytjenda sem eru á förum til Finnlands í næstu viku.

 

 

 

2001-2002 - DAGUR EVRÓPSKRA TUNGUMÁLA

Evrópskur tungumáladagur haldinn hátíðlegur 26. september. Björn Bjarnason menntamálaráðherra biður skólastjóra Austurbæjarskóla að skipuleggja dagskrá í tilefni dagsins. Dagskráin fer fram í skólaportinu. Þar er sett upp svið, portið skreytt í öllum regnbogans litum, m.a. með blöðrum, borðum og fánum sem koma frá höfuðstöðvum Evrópusambandinu í Brüssel. Þaðan kemur einnig sérstakur fulltrúi til að fylgja verkefninu eftir. Þegar tónmenntarkennari skólans fréttir, að ávarp Vigdísar Finnbogadóttur verði hluti af dagskránni sem aukinheldur verður send beint út á Rás 2, gerist hann frekur til fjárins og krefst fyrsta flokks hljóðmögnunar. Sérstök hljómsveit leikur á sviðinu og skipa hana nemendurnir Ragnheiður Jónsdóttir og Sigrún Þorsteinsdóttir sem leika á fiðlur, Sigurður Halldórsson (foreldri) á selló, Stefán Magnússon íþróttakennari á trommu og Pétur Hafþór Jónsson, tónmenntarkennari á hljómborð. M.a. syngur Ísold Guðlaugsdóttir á sænsku, Jón Ingvi Seljeseth á norsku og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir á íslensku. Vigdís Finnbogadóttir er boðin velkomin af unglingsstúlkum sem m.a. mæla á spænsku, þýsku, norsku, portúgölsku og frönsku. Veður eru fagurt og viðstaddir fá sérstök skyggni á höfuðið merkt tungumáladeginum, liti og fleira. Hins vegar kemur í ljós að dagskrá lokinni, að ekkert var út á Rás tvö vegna einhverra tækniörðugleika. Svitnuðu því ýmsir í lófunum til einskis. Hins vegar færir menntamálaráðherra skólanum og umsjónarmanni dagskrár gjöf í þakklætisskyni, þar sem hann gat ekki verið viðstaddur sjálfur.

 

 

   Blöðrur og skyggni í tilefni dagsins.

 

 Ísold Guðlaugsdóttir syngur á sænsku.

 

 

Skólastúlkur bjóða Vigdísi Finnbogadóttur velkomna á ýmsum tungumálum, þýsku, spænsku, norsku, frönsku, ensku, albönsku, portúgölsku og ef til vill fleiri málum. Vigdís flytur síðan ávarp og kennir viðstöddum að segja - Ég elska þig - á ýmsum tungumálum.

 

 

Þeir sem koma fram í dagskránni fá sérstaka boli merkta tungumáladeginum.

 

 Morgunblaðið greinir frá atburðinum þann 27. september 2001.

 

 

 

                                                                                Reykjavík 28. september 2001

Hér með færir menntamálaráðuneytið yður bestu þakkir fyrir mikilvægt framlag yðar til athafnar við Austurbæjarskólann á evrópskum tungumáladegi þann 26. september síðastliðinn. Athöfnin þótti í allan stað takast mjög vel.

                                                                                 Björn Bjarnason

                                                                                                                   

                                                                                     

 

                             

AUSTURBÆJARSKÓLI RÍÐUR Á VAÐIÐ MEÐ FJÖLMENNINGARLEGA KENNSLU

 

 

 

2002-2003

 

Sex meginmarkmið fjölmenningarlegrar kennslu eru: Fjölbreytni, samkennd, samstaða, virðing og þekking á annarri menningu, kennsla gegn þjóðernishyggju og kennsla gegn kynþáttahatri.                                                                                     

 

                                                                                                                         (Ljósmyndir: Erling Ó. Aðalsteinsson)

 

SKEMMTUM OKKUR SAMAN

            

Verkefnið Skemmtum okkur saman er hluti af fjölmenningarlegum kennsluháttum Austurbæjarskóla. 

Hér er Elín Helena Guðmundsdótitr ásamt nemendum sínum. 

 

 

 

HVATT TIL VATNSDRYKKJU

 

 Texti með myndinni er væntanlegur.

 

 

ÚR FRÉTTABRÉFI FORELDRAFÉLAGS AUSTURBÆJARSKÓLA 

 

1. JÓLAFÖNDURDAGURINN 2002

 

Það er orðin árleg hefð að Foreldrafélagið bjóði börnum í Austurbæjarskóla og foreldrum þeirra í jólaföndur. Oft hefur þetta verið gert laugardaginn fyrir aðventuna og þannig er það líka í ár.

Hægt verður að gera laufabrauð, skreyta piparkökur, móta úr trölladeigi, búa til ýmis konar jólaskraut o. fl. gegn vægu verði. Skömmu fyrir þessa helgi verður send heim auglýsing þar sem fram kemur hvað hægt er að gera í hvaða skólastofum og hvað það kostar. 

 

Árlegur jólaföndurdagur Foreldrafélagsins verður laugardaginn 30. nóvember kl. 13:00 til 16:00. 

 

2. FRÉTTIR FRÁ AÐALFUNDI FORELDRAFÉLAGSINS

 

Á aðalfundi Foreldrafélags Austurbæjarskóla, þann 9. október 2002 var kosin ný stjórn. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar skipti hún með sér verkum og er þannig skipuð:

 

Formaður: Páll H. Dungal.

Gjaldkeri: Jón Þór Ólason

Ritari: Freyja Kristjánsdóttir

Meðstjórnandi: Magnús Hauksson

Meðstórnandi: Hlín Íris Arnþórsdóttir

Varamaður: Helena Stefánsdóttir

Varamaður: A. Dísa Guðjónsdóttir

 

FORELDRARÁÐ skipa 3 fulltrúar og eru þeir kosniir til tveggja ára í senn. Einn þeirra tekur jafnframt sæti í stjórn FORELDRAFÉLAGSINS, en það er um þessar mundir Magnús Hauksson, sem er að hefja sitt annað ár í foreldraráði. Steinunn Ásgeirsdóttir var endurkjörin í ráðið og Álfheiður Ingadóttir kom ný í ráðið á aðalfundinum.

Eftir hefðbundin aðalfundastörf kynntu starfsmenn ÍTR störf sín í Austurbæjarskóla. Starfsemin er þríþætt. Það er frístundaheimilið DRAUMALAND fyrir börn í 1. - 4. bekk, FÉLAGSMIÐSTÖÐIN 101og1, aðallega fyrir börn í 8. - 10. bekk og TÓMSTUNDASTARF eftir skólatíma fyrir börnin í 5. - 7. bekk. 

 

3. SKÓLAHLJÓMSVEIT MIÐBÆJAR OG VESTURBÆJAR HEFUR STARF Í AUSTURBÆJARSKÓLA

 

Á aðalfundi foreldrafélagsins var sagt frá starfsemi Skólahljómsveitar Miðbæjar og Vesturbæjar. Í fyrsta sinn fer fram í vetur kennsla á hljóðfæri í Austurbæjarskólanum og það eru 14 börn úr skólanum sem taka þátt í náminu. 

 

4. HEIMASÍÐA FORELDRAFÉLAGSINS

 

Foreldrafélagið opnaði í fyrravetur sína heimasíðu. Slóðin að henni er í gegnum heimasíðu Austurbæjarskóla. 

 

5. ÞÝÐINGAR

 

Stórn foreldrafélagsins réðst í það verk, að láta þýða texta um ýmsa atburði í skólanum á nokkur tungumál. Það var gert til þess að auðvelda foreldrum og forráðamönnum nýbúa við skólann að taka þátt í bekkjarstarfi barna sinna og foreldrasamstarfi. Nú er búið að þýða tilkynningar um bekkjarkvöld, jólaföndur, öskudag og

 

6. AUSTURBÆJARSKÓLI HEFUR ÁTAK GEGN EINELTI - OLWEUSARÁÆTLUNIN

 

Stjórn Austurbæjarskóla hefur ákveðið, ásamt mörgum öðrum skólum um land allt, að taka þátt í átaki gegn einelti og mun það hefjast veturinn 2002-2003. Um er að ræða heilsteypta aðgerðaráætlun að norskri fyrirmynd, kennda við prófessor Olweus. Aðgerðaráætlunin hefur verið reynd víða um heim með góðum árangri. Megininntak hennar er fræðsla. Allir starfsmenn skólans fá fræðslu í umræðuhópum um einelti og hvernig hægt er að bregðast við og vinna gegn því. 

Yfirlitskönnun á umfangi eineltis í Austurbæjarskóla verður lögð fyrir alla nemendur í 4. - 10. bekk þann 27. nóv. nk. Tilgangur hennar er að kortleggja einelti í skólanum og er þetta viðamikil könnun, sem nemendur svara. Nemendur skrifa ekki nafn sitt á könnunina og gætt verður fyllstu nafnleyndar. Þegar búið er að tölvuvinna upplýsingarnar og kortleggja einelti, verður öllum starfsmönnum skólans skipt upp í 6 aðgerðarhópa, sem síðan skilgreina til hvaða aðgerða þarf að grípa. Að ári liðnu verður lögð fyrir önnur sambærileg könnun til að sjá hvort breytingar hafi átt sér stað.

Yfirumsjón með Olweusarátætluninni í Austurbæjarskóla hefur Kristín Magnúsdóttir, kennari.

 

 2003-2004

 

FJÖLMENNINGARLEG VORHÁTÍÐ

 

 Þorleifur húsvörður (Búbbi) tilbúinn í skrúðgöngu. Benóný Ægisson annar frá hægri. 

 

 Unnsteinn Manuel Stefánsson og Haraldur Stefánsson fremstir. Þjóðbúningaflokkur að baki fánaberum.

 

 Skrautlegir búningar og höfuðföt ættuð frá Sri Lanka.

 

2004-2005

SAMKOMA TIL STYRKTAR BÖRNUM SRI RAHMAWATI

2. október 2004 er boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Iðu við Lækjargötu til styrktar börnum Sri Rahmawati. Vigdís Finnbogadóttir ávarpar gesti, Stúlknakór Hallgrímskirkju syngur, hljómsveitin Ofurdós tekur lagið og það gerir einnig söngkonan Margrét Eir. Sýndur verður dans frá Sri Lanka og Lína langsokkur leikur við hvern sinn fingur. Ennfremur flytja nokkrir nemendur úr Austurbæjarskóla stutt tónlistaratriði. Sérstakt listmunauppboð hefst kl. 15:00 en fjöldi listamanna hefur gefið listmuni á uppboðið. Meðal þeirra eru Sigrún Eldjárn, Kjartan Guðjónsson, Jóhann G. Jóhannsson og Damien Rice. Að atburðinum standa m.a. kennararnir Nína Magnúsdóttir, Harpa Rut Hilmarsdóttir, Sigrún Lilja Jónasdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Pétur Hafþór Jónsson.

 

Harpa Rut Hilmarsdóttir kennari er kynnir samkomunnar.

 

 

Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti.

 

Lína langsokkur (Ilmur Kristjánsdóttir) og Lakmali.

Halldór Eldjárn, trommuleikari hljómsveitarinnar Ofurdós og ungur nemandi Austurbæjarskóla.

Stúlknakór Hallgrímskirkju.

Dans frá Sri Lanka.

Listaverkauppboð í kjallara Iðu. 

 

VORHÁTÍÐ 2005

Farin er gríðarmikil skrúðganga um hverfið með afrískum trommum og

fánaberum í broddi fylkingar. Skólinn er 75 ára!

Borðarnir eru gerðir í textílmennt undir handleiðslu Sólveigar Magnúsdóttur.

  

Hestvagn er með í för.

Vilborg Dagbjartsdóttir er jafngömul skólanum.

 

Þema göngunnar er áratugirnir sem skólinn hefur starfað.

Fyrsti bekkur tekur fyrir Lýðveldisárið 1944. Öll börnin máluðu íslenska fánann á höfuðföt sín.

2. bekkur túlkar börnin í verkum Stefáns Jónssonar.

 

 Sjötta áratugnum (fifties) gerð skil með stæl.

 

 

Íslenskt sjónvarp á sjöunda áratugnum. "Markús Örn Antonsson" i sjónvarpinu.

Dóri í Fálkanum í bítlajakka og "Stína stuð" i "sixties-kápu".

 

Sjöundi áratugur bítla og hippa túlkaður með tilþrifum. Skrásetningarnúmer bilsins segir meira en mörg orð. 

Myndirnar úr göngunni tók Guðmundur Pétursson. 

  

2005-2006  FYRRI SKÓLASTJÓRATÍÐ HÉÐINS PÉTURSSONAR  

 

  Héðinn Pétursson gegnir stöðu skólastjóra þetta skólaár. Guðmundur Sighvatsson er í námsleyfi á Möltu.

 

NEMENDUR Á FARALDSFÆTI

Á haustin bregða nemendur og kennarar undir sig betri fætinum og ferðast út fyrir borgarmörkin. AUSTUR-PORT, fréttabréf Austurbæjarskóla kemur þrisvar sinnum út þennan vetur og greinir frá nokkrum slikum ferðum.

 

6. BEKKINGAR Í ALVIÐRU

Við fórum af stað á gömlu Bens rútuskrifli frá Teiti og komumst á leiðarenda í Alviðru. Þar borðuðum við nestið og fórum svo að skoða Sogið. Þar tókum við nokkur sýni, steina og fleira. Þaðan löbbuðum við aftur heim í skála og í hlöðunni róluðum við okkur heilmikið í kaðalrólu. Við drukkum svo kakó inni í bæ og eftir það skoðuðum við sýnin sem við söfnuðum i víðsjá og smásjá. Síðan skoðuðum við urriða, osaluru, bleikju og ál í ferskvatnskari. Við skoðuðum líka kanínur. Eftir það hossuðumst við heim. Þessi ferð var farinn mánudaginn 12. september. Við þökkum Hjördísi fyrir leiðsögnina.

                                                                                                                                   Arnkell Arason 6. SI

HAUSTFERÐ UNGLINGADEILDAR

Miðvikudaginn 14. september fóru unglingar úr 8., 9. og 10. bekkjum, ásamt kennurum sínum í gönguferð í Búrfellsgjá. Hópurinn var mjög heppinn með veður og áttu allir góðan dag saman. Útikennsla er einn af þáttum skólastarfsins í Austurbæjarskóla og er þetta góð byrjun á vetrarstarfinu hjá unglingadeildinni. Áfram unglingar!

 

REYKIR - SKÓLASKÓGAR

7. bekkingar fóru á Skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði dagana 19. - 23. september og þriðjudaginn 20. september fóru 5. bekkirnir að Úlfljótsvatni að gróðursetja tré í Skólaskógum. Við fáum nánari fréttir af þeirra ferðum von bráðar.

                                                         AUSTUR-PORT fréttabréf Austurbæjarskóla 1. árgangur 1. tbl. 28. september 2005.

 

GÓÐIR GESTIR

 

Kynning á skákíþróttinni í Bíósalnum á vegum Hróksins.

Þriðjudaginn 6. september sl. kom skákfélagið Hrókurinn í heimsókn. Nemendur i 3. og 10. bekkjum fengu gefins skákbókina “Skák og mát” og svo tóku nemendur úr 9. og 10. bekk þátt í fjöltefli við danska skákmeistarann Henrik Danielsen. Teflt var á 20 borðum og náðu 4 nemendur jafntefli við þennan mikla snilling. Það voru þau Vuong Thi Nu Dong, Ólafur Páll Geirsson, Jon Ingvi Seljeseth og Tumi Bjartur Valdimarsson, öll úr 10 bekk. 

                                                      AUSTUR-PORT fréttabréf Austurbæjarskóla 1. árgangur 1. tbl. 28. september 2005.

 

 Skákfélagið Hrókurinn í heimsókn 6. sept. 2005. Fjöltefli í stærðfræðistofunni.

 

FRÁ 1. BEKK:

Nemendur í 1. ÓA og 1. ÁÞ fóru saman í gönguferð í dag, 26. ágúst. Við gengum sem leið liggur um alla skólalóðina. Þar tókum við sérstaklega eftir öspum og grenitrjám. Við sáum að trén á skólalóðinni eru stór og falleg. Nú vitum við að það verður að hugsa vel um trén og það má alls ekki brjóta neinar greinar af þeim. Margir stórir krakkar voru að leika sér úti á lóðinni. Næst lá leið okkar upp tröppurnar við suðurhlið skólans. Þá stóðum við allt í einu á milli tveggja skóla, Austurbæjarskólans og Iðnskólans. Næst gengum við til kirkju og skoðuðum okkur um. Það var einn maður að leika á stóra orgelið og annar á flautu. Við vorum mjög hrifin! Að hugsa sér, menn leika á hljóðfæri þegar við komum í heimsókn í kirkjuna. Síðan settumst við og horfðum á hvítu tjöldin sem hanga í kirkjunni, predikunarstólinn, skírnarfontinn, altarið, litla orgelið, stóra orgelið og pálmatré. Það eru mörg sæti í kirkjunni og mjög hátt til lofts. Kirkja er Guðs hús og þar eru allir velkomnir. Við höfum mismunandi trúarbrögð. Á Íslandi ríkir trúfrelsi. Við berum virðingu fyrir trúarbrögðum annarra. 

                                                                                                                         Ágústa og Ólína.

                                              AUSTUR-PORT fréttabréf Austurbæjarskóla 1. árgangur 1. tbl. 28. september 2005.

 

BANGSADAGURINN 2005

Dómnefnd (Jón Gunnar formaður, Héðinn skólastjóri, Jason aðstoðarskólastjóri, og Jóna skrifstofustjóri,  Hildur kennari var ráðgjafi nefndarinnar) hefur nú valið nafn a nýja bókasafnsbangsann. Bangsinn heitir Gutti. Við á bókasafninu erum sérstaklega ánægð með þetta nafn. Bókasafnsbangsinn heitir í höfuðið á honum Gutta sem Stefán Jónsson, rithöfundur og kennari í Austurbæjarskóla í 33 ár, orti svo skemmtilega um. Í ár eru einmitt 100 ár frá fæðingu Stefáns. Unnur, 5. GG átti þessa tillögu og fær í verðlaun nýjustu Harry Potter bókina og bangsa sem er bróðir Gutta. Yfir 4000 nafnatillögur bárust og þökkum við á bókasafninu öllum fyrir þátttökuna. 

                                               AUSTUR-PORT fréttabréf Austurbæjarskóla 1. árgangur 2. tbl. 25. nóvember 2005.

 

SKREKKUR VINNST 2005

Þriðjudaginn 23. nóvember var hæfileikakeppni grunnskólanna undir nafninu Skrekkur, haldin í 6. sinn. Fór keppnin fram í Borgarleikhúsinu og þótti takast vel. 27 skólar hófu keppni í forkeppni og komust 6 skólar áfram. Keppnin þykir hafa tekist með eindæmum vel í alla staði, t.d. spilaði Sálin hans Jóns míns í hléinu á lokakvöldinu, ekki slæmt það. Þá var farin að myndast gríðarleg spenna og eftirvænting eftir úrslitum. Það er skemmst frá því að segja, Austurbæjarskóli sigraði, í öðru sæti var Álftamýrarskóli og Hagaskóli í því þriðja. Er úrslitin voru kunngjörð, brutust út gríðarleg fagnaðarlæti og ætlaði þeim aldrei að linna og sýndu nemendur atriði sitt að lokum. Að því loknu hurfu svo allir til síns heima. Það má segja að mikil gróska sé í Austurbæjarskóla, því í fyrra voru þau í þriðja sæti. 

                                                AUSTUR-PORT fréttabréf Austurbæjarskóla 1. árgangur 2. tbl. 25. nóvember 2005.

 

VINÁTTA

Eitt af verkefnum haustannar hjá 4. MR var um vináttuna. Fjallað var um hugtakið frá ýmsum hliðum, m.a. í myndrænni útfærslu. Nemendur teiknuðu sessunaut sinn og ímynduðu sér að þau leiddust. Svo skrifuðu þau hugleiðingar sínar um þær hugsanir sem bærðust með þeim þegar þau væru með bestu vinum sínum. Eftirfarandi er samantekt á viðhorfum nemenda til vináttunnar:

Þegar ég er með vinu mínum, líður mér vel í hjartanu, ég verð öruggur, einbeittur, fer að hlæja og grínast, hoppa og skoppa inni í mér,

- Þegar ég er með vini mínum er hátíð inni í mér, eg lifna við þegar ég horfi í augun á honum.

- Þegar ég er með vini mínum, fyllist hjartað af gleði, ég sé að hann treystir mér, það þykir mér vænt um. 

                                       

                                                  AUSTUR-PORT fréttabréf Austurbæjarskóla 1. árgangur 2. tbl. 25. nóvember 2005.

 

JÓLAFÖNDUR

Foreldrafélagið hefur staðið fyrir jólaföndri frá árinu 1982. En þá um haustið var félagið stofnað. Hér er skorið laufabrauð í kennslueldhúsinu á fyrstu hæð í suðurálmu. Áður var kennslueldhúsið á þriðju hæð í norðurálmu.

 

 

LAXNESSFJÖÐRIN - MÓÐURMÁLSVERÐLAUN

 

Laxnessfjöðrin verður afthent í Bíósal Austurbæjarskóla þriðjudaginn 14. febrúar kl. 12 á hádegi. 9. bekkur verður viðstaddur auk nemenda sem troða upp. Gestir: Matthías Johannessen skáld, Vésteinn Ólason, Birgir Guðnason úr Keflavík. Sigríður Halldórsdóttir (Laxness), Þorgrímur Þráinsson, Þórarinn Eldjárn og Pétur Gunnarsson. 

Dagskrá: 1. Þorbjörg Gunnarsdóttir leikur á píanó sænska þjóðlagið Oh Vermaland du schöna. 2. Pétur Hafþór Jónsson er kynnir. 3. Héðinn Pétursson skólastjóri ávarpar samkomuna. 4. Elín Broddadóttir 8. KAK les úr Heimsljósi. Svo syngja stúlkur úr 4. og 5. bekkjum Maístjörnuna, lag Jóns Ásgeirssonar. Allir taka undir. 5. Matthías Johannessen flytur ávarp. 6. Sigrún Lilja Jónasdóttir tilnefnir næsta skóla þann "sem tekur við keflinu". Það er skólinn á Þórshöfn á Langanesi. 7. Stúlkur úr 4. og 5. bekk syngja eitt lag. Unnsteinn Manuel Stefánsson og Þórður Guðmundsson úr 10. bekk leika með ásamt Rúnari Matthíassyni kennara, Örnu Einarsdóttur foreldri, Pétri Hafþóri Jónssyni kennara og Jóni Óskari Jónssyni kennaranema. Lagið er Sveitapiltsins draumur, amerískt lag við texta Ómars Ragnarssonar, sem Hljómar gerðu að íslenskum söng árið 1967. Lagið er tileinkað Keflavík sem tilnefndi Austurbæjarskólann sem handhafa Laxnessfjaðrarinnar. 

 

ÖSKUDAGUR

Lengi vel var öskudagur frídagur í skólum. Nú er hann svokallaður skertur dagur. Börnin mæta skrautlega til fara að morgni dags og eru í skólanum amk. til kl. 11:00. Sum miklu lengur, einkum unglingarnir sem undirbúa árshátíð næsta dag á eftir öskudegi. Nóg er um að vera í skólanum enda kennarahópurinn samstilttur mjög og til í ýmislegt. Sú hefð hefur skapast að ganga fylktu liði um skólann líkt og í skrúðgöngu undir söng og hljóðfæraslætti. Helder gangavörður og kennararnir Rúnar Matthíasson, Guðlaugur Valgarðsson, Tómas Hermannsson, Bragi Sigurðsson og Pétur Hafþór Jónsson leiða “Gönguna miklu” með hljóðfæraslætti og söng.

 

 

   

 

Bóas, umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar 100 og 1 stjórnar uppákomu í salnum í norðurálmu, þar sem gangan fer um. Kennararnir Einar Þór Karlsson og Bergur Tómasson skipuleggja svonefnt draugahús á miðloftinu, þar sem nemendur 10. bekkja skjóta göngufólki skelk í bringu með ýmsum “blóðugum” brögðum í skjóli myrkurs. Uppákoma er i bíósalnum fyrir miðstigið fyrst um morguninn (Sjá mynd af Loga Pedro hér að neðan). Yngstu börnunum er á sama tíma boðið í líffræðistofuna og einnig í myndmenntarstofuna i unglingaálmunni áður en gangan hefst. Einnig er boðið upp á spil og töfl í stofu 211. Opið hús verður í nýbúadeild. Málningarbásar eru á göngum að venju. Þar er boðið upp á andlitsmálningu i tilefni dagsins. Myndir úr Skrekk og skólaferðum eru sýndar í stofu 212. Þau, sem vilja láta taka myndir af sér í öskudagsbúningunum, mæta á bókasafnið. Unglingar hafa skráð sig til vinnu og aðstoða við alla framkvæmd. Fótboltamót bekkjanna er haldið úti á gervigrasinu fyrir 7. til 10. bekk. Sem sagt: Líf og fjör bæði úti og inni. 

Eftir hádegið eru nemendur á vappi úti um allan bæ að syngja og sníkja nammi. Kennararnir fara hins vegar á svonefnda öskudagsráðstefnuna "Skóli á nýrri öld" á hóteli Nordica (áður Esju). Að þessu sinni sér “Stórsveit Austurbæjarskóla” um tónlistaratriði og gerir stormandi lukku (sjá síðar). 

 

 

 Logi Pedro Stefánsson

 Skemmtun í Bíósalnum frá 8:15 – 9:45. Umsjón Harpa og Erla Dögg. Skráning: Unnsteinn Manuel, Donna Vi…, Kolfinna Nikulásdóttir, Blær Jóhannsdóttir, Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, Þórður Jörundsson, Nanna Elísa Jakobsdóttir, Stefanía Ósk og Hrund, Logi P. Stefánsson, Jóhann K. Stefánsson.

 

 Donna ...

          Retro Stefson.

Sönghópur og hljóðfæraleikarar. Byrjunin á "Stórsveit Austurbæjarskóla".

 

 

                   

   

       

 Myndir frá öskudeginum árið 2007

 

 Leiktæki í skólaportinu á öskudegi. Sverrir Ragnarsson og Bryndís Tómasson í bakgrunni.

 

DRAUGAHÚSIÐ

 

 

And so it was that later

As the miller told his tale, 

That her face, at first just ghostly

Turned a whiter shade of pale.

 

Í draugahúsinu er sumum brugðið en vilja þó strax aftur inn.

 

ÖSKUDAGUR 2009

 

Svokallaður skertur skóladagur. Ekki kennt samkvæmt stundatöflu, heldur er dagurinn brotinn upp með ýmsum uppákomum um skólann þveran og endilangan. Nemendur, kennarar og starfsmenn mæta í alls konar gervum og grímubúningum.

 

Allir nemendur mæta í sína bekkjarstofu kl. 9:00. Undantekning: 5. JM fer i stofu 209.

 

BÓKASAFN: Myndataka af krökkum í búningum, eins og hver vill. 

 

GANGAR: Andlitsmálun á vegum 9. bekkjar.

 

OPIÐ HÚS:

 

MYNDMENNTAR og NÁTTÚRUFRÆÐISTOFUR: María Ragnar og Þórunn Þorleifsdóttir taka á móti 1. og 2. b.

 

STOFA 211: Spil og töfl í umsjón Sverris Ragnarssonar.

 

STOFA 212: Myndasýningar í umsjón Erlings Ó. Aðalsteinssonar.

 

TEXTÍLMENNT: 4. bekker sauma öskupoka undir stjórn Sólveigar Magnúsdóttur, Halldóru Halldórsdóttur og Katrínar Hildegaard. 

 

NÝBÚADEILD: Nína Magnúsdóttir og Guðrún Halldórsdóttir taka á móti gestum.

 

TÖLVUSTOFA: Ragnar Guðmundsson tekur á móti fólki.

 

STOFA 311:  Kvikmynd eða sjónvarpsþáttur. Róleg stemning.

 

Unglingar aðstoða á þessum stöðum samkvæmt lista, sem þeir hafa skráð sig á.

 

 

BÍÓSALUR kl. 9:30 - 10:00 ca.

 

Dagskrá handa 6. og 7. bekk. Fullorðnir fylgja með. Farið er fram á góða hegðun. Boðið verður upp á atriði, sem m.a. hafa verið æfð vegna söngkeppni samfés. Þátttakendur eru einkum nemendur úr unglingadeild. 

 

GANGAN MIKLA (skrúðganga) fer af stað kl. 10:30. 2. - 4. bekkir safnast saman á neðri gangi í aldursröð (2. 3. og 4.) og leggja af stað kl. 10:30. Gengið verður upp stigann í suðurálmu og norður eftir efri gangi. Rúnar Matthíasson stýrir þar slagverkssveit. Genginn verður hringur um ganganna, tvisvar sinnum. Tónmenntarkennari og kennaranemar stjórna hljómsveit sem leiðir gönguna. M.a. verður marserað. Yngsta stig marserar áfram á neðri gangi á meðan miðstig og unglingastig fara í gegnum draugahúsið. Yngsta stig syngur lögin Manstu’ ekki eftir mér og Marsbúarnir. 

 

Draugahúsið er í risinu. Þar er gengið eftir myrkvuðum gangi og reynt að skjóta nemendum skelk í bringu með sæmilega hrollvekjandi tilburðum. Yngsta stig fer i gegnum draugahúsið í blálokin. Þá halda “draugarnir” í risinu aftur af sér. Annars er ganga í gegnum draugahúsið eftir lyst hvers og eins. Þeir sem ekki vilja fara í draugahúsið fara ekki upp í ris. Nógur er troðningurinn samt. Dyraverðir að draugahúsi eru Jón Gunnar Sveinsson og Jason Ívarsson.

 

Skóladegi lýkur á hádegi. Þá tekur gæslan við yngstu börnunum. Hin fara mörg niður í bæ til að syngja í verslunum og fá sælgæti að launum. Kennarar fjölmenna á öskudagsráðstefnu úti í bæ.

 

 

RÁÐSTEFNAN SKÓLI Á NÝRRI ÖLD 2006

 

 Stórsveit Austurbæjarskóla opnar öskudagsráðstefnuna á Nordica Hóteli með eftirminnilegum hætti.

 

Sæll Héðinn

Ég vil sérstaklega þakka ykkur í Austurbæjarskóla fyrir atriðið ykkar í gær. Það vakti mikla lukku og var afar vel gert, krakkarnir stóðu sig vel. Menntaráð ræddi það á fundi sínum áðan hve atriðið væri gott ...

Anna Kristín Sigurðardóttir, skrifstofustjóri grunnskólaskrifstofu 

 

                 

  

 

Sæll Pétur

... almenn ánægja var með atriðið og þið eigið mikið hrós skilið fyrir frammstöðuna. Verkið endurspeglaði fjölbreytt og litríkt samfélag og sönggleðin var greinilega ríkjandi. Allir einstaklingar skiluðu sinum hluta sérstaklega vel og ánægjulegt var að sjá hversu krakkarnir voru ófeimin við að tjá sig og það frammi fyrir svo stórum hóp ...

Birna Sigurjónsdóttir verkefnisstjóri

FJÖLÞJÓÐLEGUR HÓPUR tekur þátt í atriðinu: Bjartur, Gardo, Garpur, Lakmali, Anguelina, Arta, Ajna, Lísbet, Ragnheiður, Freyja, Guðrún, Jóhanna, Vigdís, Ha Vi Vu, Iðunn, Kamilla, Klara, María Elísabet, María Rún, Eva Þóra, Shannen, Camelia, Helena, Karitas, Maya, Salka, Unnur, Þórdís, Karen, Guðbjörg, Jara, Melkorka, Berglind, Elisabete, Michaela, Jolanta, Wei, Fernanda, Branislava, Gunnlöð, Erwan, Liya, Anna Jóna, Amanda, Luisa, Maria, Donna, Steiney, Unnsteinn og Þórður. Pétur Hafþór Jónsson og Jón Óskar trommuleikari. 

 

ÁRSHÁTÍÐIN 2. MARS

 Árshátíðin er haldin 2. mars, daginn eftir öskudag. Að venju er lagt á borð á langa ganginum á neðri hæðinni. Kennarar og starfsmenn elda og þjóna til borðs. Kennaragrínið, þ.e. leikin atriði nemenda þar sem gert er góðlátlegt grín að kennurum og starfsmönnum er sýnt af skjávarpa í Bíósalnum. Loks er stiginn dans í leikfimisalnum, sem skreyttur hefur verið í tilefni dagsins. Fyrr um daginn keppa nemendur við kennara í fótbolta, bæði karlar og konur.

 

 

 

 Árshátíðin undirbúin árið 2006. "Falskt loft" sett upp í íþróttasalnum.

 

BORÐHALDIÐ

 

              Borðhald venju samkvæmt á langa ganginum niðri.

 

 

 

Elli enskukennari þjónar til borðs.

 

Þórunn Þórólfsdóttir kennari.

 

ELDHÚSSTÖRFIN

Héðinn Pétursson skólastjóri þennan vetur.

 

          Jason Ívarsson aðstoðarskólastjóri þennan vetur.

 

Bóas í félagsmiðstöðinni, Bragi Sigurðsson kennari og Jón Gunnar Sveinsson "altmuligmand".

  

FÓTBOLTALEIKUR KENNARA OG NEMENDA

 

 

Erling Ó. Aðalsteinsson, enskukennari og knattspyrnukappi.

 

 Einar Þór Karlsson setur hann.

 

Stefán Magnússon, íþróttakennari. Ártal mynda óvíst.

 Sigrún Lilja Jónasdóttir handsamar knöttinn.

 

 Kvennalið kennara og starfsmanna. Myndin er líklega frá árinu 2006.

Neðri röð frá vinstri: Sigríður Ragnarsdóttir, Anna María Torfadóttir, Margrét Ivarsdóttir, íris Kristjánsd.

                 Efri röð frá vinstri: Alice Martins, Þórey Sigþórsd., Heiða, Sólveig Magnúsd., Þórunn Þórleifsd.,                       Sigrún Lija Jónasd., Anna Soffía Guðlaugsdóttir.

 

FRÉTTIR ÚR UNGLINGADEILD

Það hefur margt verið á dagskrá í unglingadeildum síðan á foreldradag. Mánudaginn 6. febrúar var fréttastofa NFS með beina útsendingu úr 10. SJ. Rætt var um skólamál við nemendur. Mánudaginn 13. febrúar tók stöðin síðan viðtal við krakka í 8. ekk sem sýnt var í þættinum Kompás 19. febrúar. 9. HR komst áfram í undanúrslit í samnorrænu stærðfræðikeppninni KappAbel og mun því keppa áfram í apríl. Þriðjudaginn 21. febrúar var Laxnessfjöðrin afhent við hátíðlega athöfn í bíósal. Krakkarnir í 9. bekk skrifuðu smásögu um sakamál í 101. Þar hlutu verðlaun Ingi Kristján í 9. HR og Tumi í 9. EA. Nemendur nýbúadeildar  skrifuðu um dag í lífi sínu. Verðlaunin komu í hlut Amiee í 9. EA og Skurtu í 7. KJ. Miðvikudaginn 22. febrúar fóru á þriðja tug nemenda i stærðfræðikeppni í MR. Þrír komust í 10 efstu sæti í sínum árgangi og fengu viðurkenningu sunnudaginn 5. mars. Þetta voru Ólafur Páll í 10. BT, Voung í 10 BT og Sverrir Páll í 8. KAK.

Árshátíðardaginn 2. mars er öllum nemendum smalað út i hópknús kl. 9:00 og sett Íslandsmet.

Seinna um daginn keppa nemendur við kennara í fótbolta. Strákar tapa en stelpur vinna.

….

Danssýning unglingadeildar var fimmtudaginn 9. mars og um kvöldið keppti skólinn í skólahreysti í íþróttahúsi Seltjarnarness. Í liðinu voru Arnold og Jimmý í 10. DM og Katrín og Voung í 10. BT. Tvær sveitir úr unglingadeild kepptu fyrir hönd skólans í taflmóti sem haldið var föstudaginn 17. mars. 12 strákar úr 9. og 10.  bekk æfðu með Íslenska dansflokknum dagana 20. - 22. mars kl. 15:00 - 18:00. Þriðjudaginn 14. mars fóru svo 9. bekkir í skíðaferðalag til Dalvíkur. 

Margt fleira hefur verið í gangi, s.s. gestafyrirlesarar, skólakynningar o. fl. Við skráum helstu atburði inn á skólalífið á heimasíðu skólans. Þar eru líka myndir af krökkunum á vettvangi undir myndir.

Kennarar í unglingadeild.   AUSTUR-PORT fréttabréf Austurbæjarskóla 2. árgangur 1. tbl. 31. mars 2006.

 

FRÁ ÍÞRÓTTAKENNARA

Hið árlega fótboltamót Austó var haldið 1. mars á árshátíðardegi skólans. Þar kepptu allir bekkir skólans frá 7. bekk upp í 10. bekk. Sigurvegarar voru stúlkur úr 9. SR og drengir úr 10. BT. Að vanda var boðið upp á þvílíkan sambabolta að annað eins hefur ekki sést í langan tíma. Var kennurum og nemendum gríðarlega skemmt. Þess má geta að það vakti athygli hve yngri bekkirnir stóðu sig vel í þessu móti og voru 7. bekkir í úrslitum í bæði stúlkna- og drengjaleikjunum. 

Þann 9. mars var haldin sýning á frumsömdum dönsum sem nemendur hafa verið að æfa undir dyggri handleiðslu íþróttakennara skólans. Nemendur frá 8. - 10.  bekk sýndu dansa við miklar og góðar undirtektir kennara og nemenda. Upphafsatriðið var glæsilegt en það voru 8. bekkingar sem sýndu. Lokaatriði sýnngarinnar var atriði 10. bekkja en það hefur verið og er aðalatriðið og oft mikið um dýrðir. Í ár var engin undantekning þar á og þótti viðstöddum gestum vel til hafa tekist. Örfálir foreldrar voru við sýninguna og höfðu þeir á orði að þetta væri frábært. Vilja íþróttakennarar koma þökkum til allra nemendanna sem þátt tóku í sýningunni. 

 

Austó tók þátt í fitnesskeppni þann 9. mars í íþróttahúsi Seltjarnarness og var uppákomunni sjónvarpað mánudaginn 12. mars. Það var mikið um dýrðir og stjórnaði Katrín (Andrésdóttir) íþróttakennari liði skólans. Þetta var frumraun Austó í þessari keppni og fór hún ágætlega fram. Austó komst ekki í úrslit en við lærðum mjög mikið af þessari keppni og nemendum fannst mjög gaman. 

Tómas (Hermannsson) íþróttakennari.  AUSTUR-PORT fréttabréf Austurbæjarskóla 2. árgangur 1. tbl. 31. mars 2006.

 

STÓRA UPPLESTRARKEPPNIN 

Stóra upplestrarkeppnin innanhúss var haldin í bíósalnum þriðjudaginn 28. mars. Gestir voru 6. og 7. bekkingar, foreldrar, kennarar og aðrir starfsmenn skólans. Upplesarar stóðu sig mjög vel og ríkti mikil spenna  er úslitin voru kynnt. Í fyrsta sæti var Guðbrandur Loki Rúnarsson í 7. JM, í öðru sæti var Júlían Karl Jóhannsson í 7. KJ en til vara var kosin Bergrós Gígja Þorsteinsdóttir í 7. JM. Dómarar voru þær Ásdís Einarsdóttir og Friðbjörg Ingimarsdóttir. Söngurinn og hljóðfæraleikurinn á milli atriða vakti mikla lukku undir stjórn Péturs tónmenntarkennara. Þá kom fram flautuleikarinn Kolbeinn Bjarnason en til gamans má geta þess, að dóttir hans, Sólrún, var ein keppenda. Þessa stundina æfa keppendur af kappi fyrir lokakeppnina en hún fer fram í Háteigskirkju þriðjud. 4. april. Í fyrra hreppti Austurbæjarskólinn fyrsta sætið! Skólinn óskar keppendum góðs gengis. 

 Kristin Jóhannsdóttir.   AUSTUR-PORT, fréttabréf Austurbæjarskóla 2. árgangur, 1. tbl. 31. mars 2006.

  

VORHÁTÍÐ 2006

Þema fyrir vorhátíð er landaþema, þ.e. allir bekkir velja sér einkenni ákveðns lands og flagga þeim í göngunni. 8. bekkir verða með kaffihús í skólanum að lokinni göngu. 9. bekkir verða með basar og málningarbása. 10. bekkir verða við sölu á grillmat ásamt kennara og foreldrum. Auk þess vinna 10. bekkingar við skreytingar á skólaportinu.

                           

Einn af fulltrúum Kína.

 Sverrir Ragnarsson kennari átti leið um Kínahverfið í Boston skömmu fyrir vorhátíð

og kom heim færandi hendi.

 

                                                          Fánaberar leiða gönguna niður Laugaveginn vorið 2007.      

    

2006 SEINNI SKÓLASTJÓRATÍÐ GUÐMUNDAR SIGHVATSSONAR

 

JÓLAUNDIRBÚNINGUR Í UNGLINGADEILD

Þriðjudaginn 19. desember 2006 er stund í stofu með umsjónarkennara frá klukkan 9 - 12. Kennslustofan er skreytt og jólakort útbúin. Kl. 20 að kvöldi dags er jóladansleikur til kl. 23. Síðasta hálftímann er farið í íþróttasalinn og dansað í kringum jólatréð. Mælst er til þess að umsjónarkennarar mæti og dansi kringum jólatréð með nemendum sínum. 

Miðvikudaginn 20. desember eru stofujólin (litlu jólin) haldin frá kl. 9 - 10:45. Þar hefur sú hefð skapast  að skipt er á pökkum að verðmæti allt að 300 kr, hlustað á sögu, helst frumsamda, farið í leiki, borðuð sætindi og eflaust eitthvað fleira. Þá er farið í Hallgrímskirkju til kl. 12. Nokkrir nemendur fara ekki í kirkju af trúarlegum ástæðum. Rætt hefur verið um að hafa ofan fyrir þeim á meðan hinir eru í kirkju. Best er að fá beiðni frá foreldrum þegar svo háttar. 

Ári síðar, þ.e. 10. desember árið 2007 er unglingadeildinni boðið niður í matsal í löngu frímínútunum að þiggja veitingar í boði skólans. Þetta er gert vegna góðrar umgengni þann vetur. KK og Ellen Kristjánsdóttir, gamlir nemendur skólans skemmta síðan unglingunum með söng og hljóðfæraslætti þann 19. desember kl. 10. Jón Gunnar Sveinsson starfsmaður skólans reiðir þá fram kakó og piparkökur. 

 

Fyrir jólin 2010.

 

ÁRSHÁTÍÐ UNGLINGADEILDAR

 

                Jóhannes Beck kennari ásamt kátum skólapiltum.               

 

EINELTISKÖNNUN 2007

Kristín Magnúsdóttir, kennari kemur á fund kennara unglingadeildar og kynnir eineltiskönnun sem leggja á fyrir í öllum bekkjum á næstu vikum. Hún segir að könnunin sé til á nokkrum tungumálum og í ár munu unglingarnir taka hana skriflega. Það taki u.þ.b. eina kennslustund og eru umsjónarkennarar beðnir um að sjá til þess, að allur bekkkurinn taki þessa könnun. 

  

FJÖLMENNINGARLEGT SAMFÉLAG 

Nemendur eru 525 en þetta samfélag hér í skólanum er mjög flókið en hér er hlutfall innflytjenda mjög hátt, eða nærri fjórði hver nemandi. Fjöldi nemenda hér er því tvítyngdur, notar íslensku í skólanum en annað tungumál heima. Um 50 kennarar eru við Austurbæjarskóla … „Þriðjungur starfsmanna hér eru karlmenn sem er óvenju hátt hlutfall miðað við heilstæðan grunnskóla.

Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri í viðtali í Vesturbæjarblaðinu í nóvember 2007.

 

 

VORIÐ 2007 - OPNUN LISTAHÁTÍÐAR

 

Bjartan og sólríkan vordag í maí er listahátíð sett. Svonefnd Risessa frá Frakklandi leikur þá lausum hala í miðborginni. Krakkarnir í Austurbæjarskólanum eiga stutt að fara, þar sem Risessan leikur m.a. listir sínar á Skólavörðuholtinu.

 

 

 

 

 

 

2007-2008 - DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU

 

Dagur íslenskrar tungu er jafnan haldinn hátíðlegur á þessum árum. Oft í Bíósalnum en amk. tvisvar sinnum er farið fylktu liði í Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðuholtinu og dagskrá flutt þar inni við styttuna af Jónasi Hallgrímssyni. Í annað skiptið er Vilborg Dagbjartsdóttir með í för - en hún hætti kennslu vorið 2000 - og mætir Leifur Hauksson, útvarpsmaður á svæðið og sendir beint út á rás eitt í þættinum Samfélagið í nærmynd. Fyrst syngja allir saman “Á íslensku má alltaf finna svar”. Svo taka bekkirnir við einn af öðrum og flytja sitt atriði, t.d. Talnaþulu, Vísur við að róa, Vísur við að stíga, Uppi í háa hamrinum, Prestkonukvæði og fleira. Tónlistarhópur flytur þarna Eitt lítið sjónarspil eftir Jónas Hallgrímsson, þar sem m.a. er sungið Hættu að gráta hringaná. Oft er um tvær skemmtanir að ræða vegna þrengsla í Hnitbjörgum en tónlistarhópurinn flytur sitt atriði fyrir báða hópana. Einhverju sinni hringir Sjónvarpið (RUV) í tónmenntarkennarann og biður um atriði. Fréttamaður hafði þá ekið skóla úr skóla en jafnan komið að tómum kofanum. Þá er komið hádegishlé í Austurbæjarskóla en kennarar bregðast skjótt við og kveður 2. bekkur Drífu Thorstensen stemmuna Uppi’ í háa hamrinum í morgunsólinni úti á neðri lóð skólans.

 

Vilborg Dagbjartsdóttir á degi íslenskrar tungu í Hnitbjörgum.

  

 

"Hættu að gráta hringaná".

 

Samsöngur: Borðsálmur eftir Jónas Hallgrímsson.

 

Önnur dagskráin var send út beint á Rás 1 í þættinum Samfélagið í nærmynd.

  

STÓRA UPPLESTRARKEPPNIN

 

Ásdís Einarsdóttir afhendir sigurvegurum stóru upplestrarkeppninnar viðurkenningu. 

 

LJÓÐ ÚR AUSTURBÆNUM

 .

 

Í júnímánuði kemur út bókin Ljóð úr Austurbænum. Efni bókarinnar er afrakstur kennslustunda í íslensku á vordögum 2008. Mismunandi form og stílar ljóða eru kynnt nemendum, þeir beðnir um að yrkja ljóð í kjölfarið og skila til kennara. Mörgum þykir róðurinn þungur en að loknum æfingum, að fenginni tilsögn og veittri hvatningu kemur árangurinn í ljós. Umsjónarmaður með verkinu er Jóhannes Beck Ingason.

 

RIGNINGARDAGUR

 

Regnið fellur á rúðuna

með skrautið fagra í gluggakistunni.

Allt er svo hljótt.

Aðeins hljóðið frá regninu.

 

Pínulítil vindhviða

bærist á milli trjánna.

Kirkjuklukkan slær fimm

og krakkarnir leika sér úti.

Hanna Alexandra Helgadóttir

 

 

STÓRBORG

 

Ærandi hávaði,

margt fólk á götum.

 

Markaður!

Hrópandi götusalar,

skrautlegir sölubásar.

 

Garður

eins og vin í eyðimörk

Enginn hávaði, hvíld.

 

Shkurta Krutaj

 

 

 

SKREKKUR 2008

 Austurbæjarskóli stendur uppi sem sigurvegari í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna árið 2008

 

                                                

Viktoría Sigurðardóttir.

       

       

 

                                  

      

Perla Hafþórsdóttir.

                                                                                                    

                 

   

Thomas Theodore Correa f. 1992 í Liberty í Senegal og Lísbet Sigurðard.

 

          

Stjórnendurnir ..... og Stefán Nikullásson.

        

                                                   Guðbrandur Loki Rúnarsson.

 

  

Allur hópurinn í Skrekk 2008. 

Ljósmyndir: Reykjavíkurborg og PHJ.

  

FJÖLMENNINGARLEG VORHÁTÍÐ AUSTURBÆJARSKÓLA

Samþykkt að veita 250.000 kr. styrk úr þróunarsjóði menntaráðs Reykjavíkur til fjölmenningarlegrar vorhátíðar Austurbæjarskóla. Markmið voru skilgrein í styrkumsókn: Að virkja alla nemendur skólans til þátttöku í hátíðarhöldum án tillits til þjóðernis, aldurs, kyns eða uppruna. Að efla anda samkenndar, umburðarlyndis og vintáttu í skólasamfélaginu og grenndarsamfélaginu. Að sameina hæfileika, krafta og listfengi kennara, foreldra og nemenda úr ólíkum áttum. Að byggja upp stofn hljóðfæra, fána, skrauts og fl. Að virkja og efla félagslega stöðu þeirra 120 nýbúa sem stunda nám í skólanum. Að þroska hópvitund nemenda, draga úr fordómum og einelti og leifa öllum að njóta sín. 

 

Trommusláttur þykir ómissandi í vorhátíðargöngunni, sem og litir og höfuðföt.

Vorhátíð Austurbæjarskóla er sameiginlegt verkefni foreldrafélags og skóla. Sú hefð hefur myndast að hefja hátíðarhöldin á mikilli skrúðgöngu um hverfið (miðborgina). Reynt hefur verið að gera alla nemendur að virkum þátttakendum í göngunni með því að tileinka sér ýmislegt úr hátíðarhöldum annars staðar í heiminum, s.s. trommusveitir nemenda og foreldra, fánabera, búninga, skraut, vagna og fleira. Styrkurinn er kærkominn og eykur mjög svigrúm til efniskaupa. Ávallt er reynt að nýta aftur það sem einu sinni hefur verið búið til. Þannig verður hver ganga örlítið veglegri en þær sem áður hafa verið farnar, þó ekkert komi í staðinn fyrir gott veður, sem erfitt er að halda til haga frá einu ári til annars.

 

Heimatilbúinn "kínverskur dreki" nemenda Ólínu Ásgeirsdóttur setur svip á gönguna eitt árið.

 

Vorhátíðin þróast hægt og bítandi. Góðir hlutir gerast hægt.

 

ÖSKUDAGUR

Sólveig Magnúsdóttir kennir öskupokagerð á öskudaginn.

 

 Öskudagurinn árið 2008.

 

Úr tónmenntarstofunni.

 

 

Veðursæld einkenndi vorið 2009 og tilvalið að flytja tónmenntartímann út úr húsi.

 

 

 2010 - 80 ÁRA AFMÆLI AUSTURBÆJARSKÓLANS

 

Skólaportið árið 2010. 

 

AUSTURBÆJARSKÓLINN 80 ÁRA

 

 

Ljósmyndabók Erlings Ó. Aðalsteinssonar geymir myndir hans frá hátíðarhöldum í tilefni af 80 ára afmælis skólans.

 

 Afmælissýning er sett er upp í íþróttasalnum.

 

Lísa Pálsdóttir ræðir við Sigrúnu L. Jónasd. deildarstjóra í þættinum "Á flakki".

Ljósmynd: Erling. 

 

DAGSKRÁ Í BÍÓSAL

Kl. 13:30 3. og 4. bekkir syngja vísur eftir Stefán Jónsson. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 Kl. 16:30 og 17:30 Leikararnir Stefán Jónsson, Guðrún Gísladóttir, Ólafur Egill Egilsson

og Esther Talía Casey, allt gamlir nemendur Austurbæjarskólans, lesa minningarbrot eftir

gamla nemendur, þá Elías Mar og Megas. 

Vilborg Dagbjartsdóttir flytur ljóð úr skólalífinu.

 

GAMLAR LJÓSMYNDIR ENDURGERÐAR

      

Texti með myndinni er væntanlegur.

 

 

Kennararnir Erling Ó. Aðalsteinsson (ljósmyndari), María Ragnarsdóttir og Pétur Hafþór Jónsson endurgera gamlar ljósmyndir af börnum að leik á skólalóðinni. Nemendur Maríu sitja fyrir. Búningadeild Borgarleikhússins lánar gömul barnaföt. Unnið í tilefni af afmæli skólans. Hugmyndina á Harpa Rut Hilmarsdóttir, kennari.

 

VINIR Í NÝJU LANDI

Tveir kennarar skólans, Guðjón Ragnar Jónasson og Nína V. Magnúsdóttir skrifa um lífssögur ungra innflytjenda í nýrri námsbók. Bókin er skrifuð á 80 ára afmæli Austurbæjarskóla og er hugsuð sem framlag skólans til að efla náms- og félagslega stöðu erlendra nemenda í íslenskum skólum. Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar og Hollvinafélag Austurbæjarskóla styrkja útgáfu bókarinnar. Námsgagnastofnun gefur út.

 

 

Bókin Vinir í nýju landi fjallar um unga innflytjendur á Íslandi. Í bókinni lýsa þrjár stelpur og tveir strákar reynslu sinni af að flytja frá heimalandi sínu til Íslands. Þau gefa raunsanna mynd af upplifun sinni og líðan og lýsa þeim áskorunum sem mættu þeim við að setjast að í nýju landi. Frásagnirnar byggjast á viðtölum sem tekin voru í tengslum við lokaverkefni Nínu V. Magnúsdóttur til meistaraprófs í menntunarfræðum og fjölmenningu við Háskóla Íslands.

Það er von okkar að með bókinni fáir þú, lesandi góður, innsýn í þann veruleika sem blasir við jafnöldrum þínum sem flust hafa hingað til lands, margir hverjir frá ólíkum löndum og menningarsvæðum. Þetta unga fólk er ekki ólíkt þér, það hefur sömu langanir og þrár - það langar að eignast góða vini og sjá framtíðardrauma sína rætast. Í fjölmenningarlegu samfélagi nútímans ber að fagna fjölbreytileika og líta á hvern einstakling með virðingu og manngildi að leiðarljósi. Þar getum við öll lagt lóð á vogarskálar.

 

Með góðri kveðju,

Guðjón Ragnar Jónasson og

Nína V. Magnúsdóttir

 

 

 

 2010 - 2011 FRÆÐSLUFERÐ TIL BERLÍNAR 

Skólaheimsóknir og kynnisferð á fjölmenningarlegar slóðir í Kreuzberg. Helsti skipuleggjandi ferðarinnar er Guðjón Ragnar Jónasson kennari við skólann.

 

                                                                   

                                          Ólína Ásgeirsdóttir, kennari á yngsta stigi.

 

                                                 Helga Sigurðardóttir, kennari á yngsta stigi.