L  Ö  G

1. gr.

Félagið heitir Hollvinafélag Austurbæjarskóla.

 1. gr.

Varnarþing þess er í Reykjavík og heimili í Austurbæjarskóla, Barónsstíg 32,
101 Reykjavík.

 1. gr.

Tilgangur félagsins er að starfrækja skólamunastofu  í Austurbæjarskóla og skrásetja sögu skólans. Einnig að styðja og styrkja menningarstarfsemi innan Austurbæjarskóla og skylda starfsemi innan skólahverfisins.

 1. gr.

Stofnfélagar eru þeir sem skráðu sig í félagið árið 2010 og greiddu árgjald þess
árs. Listi yfir stofnfélaga er varðveittur í skjalasafni félagsins.

 1. gr.

Öllum þeim sem styðja markmið félagsins og vilja veg og virðingu Austurbæjarskólans sem mesta er frjálst að ganga í félagið, s.s. starfsmönnum, fyrrum starfsmönnum, nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans.
Nýir félagar geta skráð sig á heimasíðu Austurbæjarskóla, www.austurbaejarskoli.is

 1. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum þ.e. formanni, ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum. Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn. Formaður boðar stjórnarfundi þegar þurfa þykir, en eigi sjaldnar en tvisvar
á skólaári.
Stjórnin fer með umboð félagsins og ákvörðunarvald næst aðalfundi og kemur fram fyrir hönd þess.
Dagleg umsjón félagsins er í höndum stjórnar en hún getur falið öðrum félagsmönnum valin verkefni.

 1. gr.

Aðalfundur fer með æðsta ákvörðunarvald félagsins.
Hann skal halda í marsmánuði ár hvert.
Aðalfund skal boða með minnst viku fyrirvara í pósti eða tölvupósti.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið.
Einungis félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.

 1. gr.

Dagskrá aðalfundar:
1. Stjórnin gefur skýrslu um starfið á síðasta starfsári.
2. Áritaður ársreikningur félagsins lagður fram til samþykktar.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanns ársreiknings:
    a) formaður
    b) ritari
    c) gjaldkeri
    d) tveir meðstjórnendur
    e) tveir varamenn
    f) skoðunarmaður ársreiknings.
5. Ákvörðun árgjalds til félagsins.
6. Áherslur í starfi félagsins.
7. Önnur mál.

 1. gr.

Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn félagsins fyrir lok febrúar.
Þær skulu sendar út með aðalfundarboði.
Tvo þriðju hluta greiddra atkvæða á aðalfundi þarf til að samþykkja breytingu á lögum félagsins.

 1. gr.

Árgjöld til félagsins eru ákvörðuð á aðalfundi til eins árs í senn.
Þau skulu greidd á fyrri helmingi árs.
Þeir sem ekki greiða árgjaldið verða teknir af félagaskrá.

 1. gr.

Tekjum félagsins skal varið til að efla starfsemi sem samrýmist tilgangi þess
svo og aðra þætti í starfi Austurbæjarskóla sem stuðlað geta að bættu námsgengi og bættri líðan nemenda skólans.

 1. gr.

Félagið verður ekki lagt niður nema með samþykkt á aðalfundi en til þess þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða. Ef slík samþykkt liggur fyrir skulu gögn og eignir félagsins renna til Austurbæjarskóla, þó ekki fyrr en eitt ár er liðið frá aðalfundi. Ef skólinn verður lagður niður ganga eignir félagsins til skyldra félagasamtaka.
Þó ber að undanskilja þær sem hafa menningarsögulegt gildi og skal fulltrúi Þjóðminjasafnsins skera þar úr um. Þær eignir skulu renna til Þjóðminjasafnsins ef til þess kæmi að félagið yrði lagt niður.

 

Samþykkt á aðalfundi félagsins 19. mars 2011